164. fundur

164. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 5. desember 2018 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður og  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

1. Rjúpnaveiði 2018
2. Innflutningur ferskra matvæla
3.  Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1.  Rjúpnaveiði 2018.  Júlíus Guðni Antonsson veiðieftirlitsmaður kemur á fundinn og gerir grein fyrir störfum sínum.   Júlíus Guðni hafði afskipti af nokkrum veiðimönnum í eignarlandi Húnaþings vestra sem voru án leyfis, bæði við gæsaveiðar í sumarlok sem og við rjúpnaveiði.  Flestir báru fyrir sig þekkingarskorti.  Ekki kom til þess að þyrfti að kæra.  Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna.     

2.  Innflutningur ferskra matvæla.   

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra lýsir hér með yfir áhyggjum vegna umræðu um innflutning á ferskum landbúnaðarafurðum.

Eins og margoft hefur komið fram er notkun sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi í algjöru lágmarki.  Það á einnig við um fjölda Campylobacter skýkinga og Salmonellu tilvika.  Hreinleiki íslenskra afurða er óumdeildur hjá þeim sem til þekkja og framleiðsla á landbúnaðarafurðum ein sú besta sem völ er á á heimsmarkaði í dag.

Því er sorglegt að fylgjast með málflutningi framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þegar hann slær sig til riddara sem helsta málsvara íslenskra neytenda en vill á sama tíma galopna allar varnir sem íslenskir búfjárstofnar, íslenskir bændur og íslenskir neytendur hafa gagnvart fyrrnefndri vá.  Að auki leyfir framkvæmdarstjórinn sér að kalla sína baráttu, hagsmuni neytenda þegar hann er í raun fyrst og fremst að reyna að hámarka arðgreiðslur sinna félagsmanna. 

Hvar liggja raunverulegir hagsmunir neytenda ef ekki í heilbrigðum og ferskum gæðamatvælum og um leið lægri kostnaði við heilbrigðiskerfið. Gert er lítið úr þeirri áhættu sem vaxandi tíðni sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í heiminum er og snúið út úr með tali um ferðamenn og farfugla. 

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að standa í lappirnar og lágmarka áhættu neytenda með því að hafna innflutningi á niðurgreiddum bakteríum erlendis frá eða að lágmarki að gerðar verði sömu kröfur til erlendra og innlendra framleiðenda.

3.  Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:39

Var efnið á síðunni hjálplegt?