156. fundur

156. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. janúar 2018 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

 Dagskrá:                                                          

  1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns 2017
  2. Ráðning búfjáreftirlitsmanns
  3. Rjúpnaveiði 2017
  4. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

  1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns, Ingvars Jóns Jóhannessonar, vegna ársins 2017 lögð fram til kynningar.
  2. Ráðning búfjáreftirlitsmanns.  Ein umsókn barst um stöðu búfjáreftirlitsmanns, frá Dagbjörtu Diljá Einþórsdóttur.  Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að bjóða Dagbjörtu starfið og ganga frá gerð ráðningarsamnings.    
  3. Rjúpnaveiði 2017.  Fyrir liggur skýrsla veiðieftirlitsmanns vegna rjúpnaveiða 2017.  Eftirlitið gekk vel og er samvinna við veiðimenn góð.
  4. Önnur mál. 

a) Efta dómur um innflutning á fersku kjöti. 

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra óskar nýjum landbúnaðarráðherra velfarnaðar í starfi.  Jafnframt er hann hvattur til að standa með íslenskum bændum, búfénaði og neytendum í kjölfar EFTA-dóms varðandi innflutning á fersku kjöti, með því að tryggja sjúkdómavarnir landsins og þar með áframhaldandi heilnæmi þeirrar vöru sem til boða stendur á íslenskum markaði. Heilbrigði hinna íslensku búfjárstofna, sem og hverfandi notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi, er auðlind sem ekki ber að vanmeta og getur skipt sköpum þegar litið er til framtíðar, bæði varðandi afkomu bænda sem og kostnað við heilbrigðiskerfi landsins í framtíðinni.

b) Rætt um söfnun á rúlluplasti í hesthúsahverfi. 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 13:45 

Var efnið á síðunni hjálplegt?