153. fundur

153. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

 Dagskrá:                                                          

  1. Vetrarveiði á ref
  2. Uppgjör vegna refa- og minkaveiða
  3. Styrkvegir, uppgjör
  4. Önnur mál

Afgreiðslur:

 

  1. Til ráðstöfunar skv. fjárhagsáætlun eru kr. 1.000.000.  Sveitarstjóra falið að auglýsa í nóvember eftir aðilum til vetrarveiði á ref með umsóknarfresti til 30. nóvember nk.   
  2. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir refaveiðar, grenjavinnslu og vetrarveiði. Lagðar fram upplýsingar um refa-og minkaveiði frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.  Kostnaður Húnaþings vestra vegna refa-og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 7.701.661.   Unnin grenidýr  eru 113, yrðlingar 234 , hlaupadýr 35  og minkar 37. Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.000.000 í fjárveitingu á árinu 2018 til vetrarveiði á ref.
  3. Lagt fram til kynningar yfirlit um nýtingu á úthlutuðu fjármagni til styrkvega á árinu 2017.   Enn eiga eftir að berast einhverjir reikningar. 
  4. Önnur mál. 
    1. Hundahreinsun.  Sveitarstjóra falið að auglýsa hundahreinsun.
    2. Stóðréttir.  Rætt um fyrirkomulag og öryggismál í stóðsmölun.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:22 

Var efnið á síðunni hjálplegt?