149. fundur

149. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 12:15 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.  Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður boðaði forföll.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:                                                           

  1. 1704034 Erindi frá Guðmundi Pálssyni
  2. 1704035 Forðagæsla, skráning bústofns og samskipti við MAST
  3. 1703038 Erindi frá SSNV / Orkustofnun um smávirkjanir
  4. 1703019 Fuglaveiði
  5. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

  1. 1704034 Lagt fram bréf frá Guðmundi Pálssyni þar sem hann rekur reynslu sína af vetrarveiði á ref. 
  2. 1704035 Forðagæsla, skráning bústofns og samskipti við MAST.  Fyrir fundinum liggur minnisblað um vanskráningu á búfé á forðagæsluskýrslum þar sem rakin eru samskipti við starfsmenn MAST.  Þrátt fyrir augljósa hagsmuni fjallskiladeilda þá gengur hægt að fá því eftirliti sinnt sem til þarf til að hægt sé að framfylgja fjallskilasamþykkt Húnaþings vestra.
  3. 1703038  Lagt fram til kynningar bréf SSNV ásamt afrit af bréfi Orkustofnunar þar sem lýst er áhuga Orkustofnunar á samstarfi við sveitarfélög um kortlagningu á möguleikum til smávirkjana í vatnsafli minni en 10MW.  Erindinu var vísað til skoðunar landbúnaðarráðs frá byggðarráði. 
  4. 1703019 Fuglaveiði.  Júlíus Guðni Antonsson kom á fundinn og fylgdi eftir bréfi sínu þar sem hvatt er til umræðu og stefnumótunar um með hvaða hætti staðið verði að skotveiðileyfum í löndum sveitarfélagsins.  Rætt um að selja leyfi í gæsaveiði í eignarlöndum sveitarfélagsins og hafa veiðivörslu á meðan búfé er á afrétti til að geta stjórnað umferð veiðimanna þar sem of mikill fjöldi veiðimanna truflar búfé.  Um er að ræða tímabilið frá 20. ágúst og fram yfir fyrstu göngur.  Sigríði Ólafsdóttur falið að gera drög að reglum.       
  5. Önnur mál.
    1. Rætt um förgun dýrahræja og mikilvægi þess að finna lausn á málinu. 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:11 

Var efnið á síðunni hjálplegt?