244. fundur

244. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður,
Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður,
Halldór Sigfússon, aðalmaður,
Guðmundur Ísfeld, aðalmaður,
Eygló Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskóla og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir fulltrúi foreldra mættu til fundar kl. 15:01

1.

Ytra mat leikskólans Ásgarðs - 2402028

 

Menntamálastofnun hefur móttekið staðfestingu og mat leikskólastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra á framkvæmd umbóta i kjölfar ytra mats. Menntamálastofnun tekur fram að fyllilega hafi verði gert grein fyrir umbótum í kjölfar ytra matsins og málinu lokið.

 

   

2.

Skóladagatal leikskóla 2024-2025 - 2402057

 

Skólastjóri leikskóla kynnti drög að skóladagatali 2024-2025. Skólastjóra leikskóla falið að auglýsa drögin til athugasemda með áorðnum breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Kristinn Arnar og Elísabet Eir véku af fundi kl. 15:32

 

   

Sigurður Guðmundsson forstöðumaður skólabúða á Reykjum mætti til fundar kl. 15:33

3.

Kynning á starfi skólabúðanna á Reykjum 2024. - 2402048

 

Sigurður Guðmundsson fór yfir starfsemi skólabúðanna á Reykjum. Miklar framkvæmdir hafa verið undanfarið bæði af hálfu Húnaþings vestra og UMFÍ. Starfsemin gengur vel og mikil fjölbreytni.

Sigurður vék af fundi kl. 15:55

 

   

Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri grunnskóla, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri, Pálína Fanney Skúladóttir skólastjóri tónlistarskóla og Elsche Apel fulltrúi foreldra mættu til fundar kl. 15:56

4.

Skóladagatöl 2024-2025 - 2402050

 

Skólastjórnendur grunnskóla og tónlistarskóla kynntu drög að sameiginlegu skóladagatali 2024-2025. Skólastjórnendum falið að auglýsa drögin til athugasemda.

 

   

5.

Úttekt mennta- og barnamálaráðuneytis á tónlistarskólum. - 2402015

 

Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti um fyrirhugað ytra mat tónlistarskóla.

 

   

6.

Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra vegna grunnskóla 31. janúar 2024 - 2402034

 

Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem bent er á atriði sem þarf að ljúka. Fræðsluráð mun kalla eftir upplýsingum um stöðu á næsta fundi.

 

   

7.

Niðurstöður íslensku æskulýðrannsóknarinnar 2023 - 2312036

 

Guðrún Ósk kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2023. Heilt yfir eru niðurstöðurnar góðar fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra.

Eydís Bára, Guðrún Ósk, Pálína Fanney og Elsche véku af fundi eftir þennan lið kl. 16:45

 

   

8.

Umsókn í Sprotasjóð febrúar 2024 - 2402025

 

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá sameiginlegri umsókn skólanna í A- og V- Hún um tveggja ára þróunarverkefni sem snýr að kennsluráðgjöf og inngildingu.

 

   

9.

Fundargerðir farsældarteymis - 2310067

 

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynninngar.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykk. Fundi slitið kl. 17:46.

Var efnið á síðunni hjálplegt?