Afgreiðslur:
1. Skólabúðir Reykjaskóla – starfið framundan
Sigurður Guðmundsson mætti til fundar og fór yfir starfsemi skólabúðanna. Nemendafjöldi komandi vetrar er áætlaður 3675. Við skólabúðirnar starfa fjórir leiðbeinendur og fjórir aðrir starfsmenn. Framkvæmdir við húsnæði hafa gengið vel.
2. Menntastefna Húnaþings vestra – eftirfylgni.
Pálína Fanney Skúladóttir skólastjóri tónlistarskóla, Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri grunnskóla, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskóla og Eydís Ósk Indriðadóttir fulltrúi kennara mættu til fundar. Guðrún sagði frá sameiginlegum starfsdegi leik-, grunn- og tónlistarskóla þar sem unnið var með menntastefnu Húnaþings vestra og ákveðnir áhersluþættir komandi skólaárs sem unnið verður með á tilteknum dögum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:15.