238. fundur

238. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 1. júní 2023 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Guðmundur Ísfeld aðalmaður, Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður og Halldór Sigfússon aðalmaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

1. Fundargerðir farsældarteymis.

Lagðar fram til kynningar.

2. Sameiginleg endurmenntunaráætlun A- og V-Hún.

Sviðsstjóri kynnti sameiginlega vinnu um endurmenntunaráætlun sem fer af stað í sumar undir handleiðslu Farskólans.

3. Sameiginleg forvarnaráætlun á Norðurlandi vestra.

Sviðsstjóri kynnti undirbúning sameiginlegrar forvarnaráætlunar á Norðurlandi vestra sem styrkt var af Sprotasjóði.

4. Heilsueflandi samfélag.

Sviðsstjóri greindi frá vinnu við greiningu á stöðu verkefnisins. Stefnt er að því að fara með greininguna fyrir fagnefndir sveitarfélagsins í haust.

5. Samþætt sumarstarf barna og ungmenna 2024.

Sviðsstjóri greindi frá hugmyndum farsældarteymis um samþætta þjónustu í sveitarfélaginu fyrir börn og ungmenni. Kallað verður til samstarfsins næsta haust.

6. Starfsáætlun fræðsluráðs.

Farið yfir starfsáætlun. Ákveðið að næsti fundur fræðsluráðs verði 24. ágúst 2023.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:09

Var efnið á síðunni hjálplegt?