235. fundur

235. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon aðalmaður, Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður og Guðmundur Ísfeld aðalmaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Afgreiðslur:

Kristinn Arnar Benjamínsson leikskólastjóri, Guðný Kristín Guðnadóttir aðstoðarleikskólastjóri, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskóla, Pálína Fanney Skúladóttir tónlistarskólastjóri og Júlíus Guðni Antonsson fulltrúi foreldra grunnskóla, komu til fundar við ráðið kl. 10:00.
1. Skóladagatöl grunn-, leik- og tónlistarskóla fyrir næsta skólaár, kynningarferli.
Skóladagatal leikskóla hefur verið endurskoðað, villa var í fjölda sumarfrísdaga. Skóladagatal leikskóla verður sent til foreldra til athugasemda. Fræðsluráð samþykkir að frá og með næsta ári verði tímabil sumarlokunar leikskóla þrjú í stað tveggja. Umræða um starfsdaga og fundartíma eftir vinnutíma.
Skóladagatal grunnskóla og leikskóla verður kynnt á rafrænum fundi 9. mars kl. 17:00, einnig hafa drög að skóladagatali verið birt á heimasíðu til ábendinga. Verið er að kanna samræmingu milli skóladagatala grunnskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
2. Menntastefna.
Lögð fram tillaga um að birta menntasefnu Húnaþings vestra í samhengi við fyrirhugaða heimsókn umboðsmanns barna.
3. Innra mat grunn-, leik- og tónlistarskóla.
Í leikskóla er starfandi matsteymi sem fundar reglulega og fylgir eftir innra mati skólans. Leikskólinn nýtir sér matstækið Gæðagreina. Fjögurra ára matsáætlun hefur verið unnin. Menntamálastofnun hefur móttekið framvinduskýrslu skólans og lýst ánægju sinni með matið.
Í grunnskóla er starfandi matsteymi sem fundar reglulega. Sjálfsmatsskýrsla er komin á heimasíðu. Grunnskóli nýtir sér matstækið Bravo Lesson. Menntamálastofnun hefur móttekið sjálfsmatsskýrsluna og lýst ánægju sinni með matið.
Í tónlistarskóla gerir starfsáætlun ráð fyrir að formlegt innra mat hefjist á næsta skólaári.
4. Verklag vegna aflýsingar skóla.
Fræðsluráð samþykkir breytt verklag um aflýsingar skóla. Verklagið verður birt á heimasíðu grunnskóla.
Kristinn Arnar Benjamínsson leikskólastjóri, Guðný Kristín Guðnadóttir aðstoðarleikskólastjóri, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskóla, Pálína Fanney Skúladóttir tónlistarskólastjóri og Júlíus Guðni Antonsson fulltrúi foreldra grunnskóla, véku af fundi eftir þennan lið kl. 11:15.
5. Fundargerðir farsældarteymis.
Sviðsstjóri kynnti fundargerðir farsældarteymis.
6. Sameiginleg forvarnarstefna – staða.
Sviðsstjóri kynnti fyrirhugað verkefni og umsókn um styrk til Sprotasjóðs í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:08

Var efnið á síðunni hjálplegt?