233. fundur

233. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2023 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon aðalmaður, Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður og Rannvá Björk Þorleifsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:
1. Drög að reglum um skólaakstur, ábendingar úr opnu samráði.
Ábendingar bárust um akstur leikskólabarna, sakavottorð og forföll bílstjóra. Fræðsluráð þakkar fyrir góðar ábendingar og leggur til að breytingar í samræmi við umræður á fundinum verði lagðar fyrir byggðarráð.
2. Ný menntastefna Húnaþings vestra.
Fræðsluráð fagnar nýrri menntastefnu Húnaþings vestra og vísar henni til byggðarráðs.
3. Drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu, ábendingar úr opnu samráði.
Engar ábendingar bárust. Fræðsluráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar.
4. Starfsáætlun fræðsluráðs.
Starfsáætlun fræðsluráðs sett upp til vors. Fræðsluráð samþykkir samhljóða að fundur ráðsins sem er áætlaður 6. apríl nk., verði 30. mars vegna lögbundins frídags.
5. Breytingar á barnaverndarþjónustu frá 1. janúar 2023.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá skipulagi Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands sem tók til starfa 1. janúar 2023.


Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:39

Var efnið á síðunni hjálplegt?