231. fundur

231. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 10:00 Skólabúðunum á Reykjum.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon aðalmaður, Guðmundur Ísfeld aðalmaður og Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:

  1. Kynning á starfsemi skólabúðanna á Reykjum.

Afgreiðslur:

Formaður óskaði að taka á dagskrá beiðni frá leikskóla. Fræðsluráð samþykkir samhljóða að taka málið á dagskrá.

  1. Kynning á starfsemi skólabúðanna á Reykjum.  Sigurður Guðmundsson fór yfir aðdraganda þess að UMFÍ hóf rekstur skólabúðanna í ágúst 2022 og greindi frá dagskrá skólabúðanna sem er í stöðugri þróun. Sigurður sagði frá ánægju með samstarfið við byggðasafnið og nálgun starfsfólks þess á fræðslu til nemenda. Hann fór yfir stundaskrá sem hefur verið lengd á hverjum degi til að minnka frítíma og hugmyndum um aukið samstarf við skólana í aðdraganda og lok dvöl nemenda í skólabúðunum.  Skráðir nemendur á þessu skólaári eru 3675. Einnig sagði Sigurður frá kynningarefni sem er verið að undirbúa og handbók um skólastarfið.
  2. Beiðni um lokun leikskóla kl. 15:00 19. apríl 2023 vegna námsferðar.  Fræðsluráð samþykkir samhljóða beiðni um að loka leikskólanum kl. 15:00 þann 19. apríl 2023.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?