230. fundur

230. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 6. október 2022 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon, Guðmundur Ísfeld og Eygló Hrund Guðmundsdóttir.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:
1. Íþrótta- og tómstundafulltrúi – starfið framundan og skipulag.
2. Menntastefna Húnaþings vestra.
3. Starfsáætlun fjölskyldusviðs og fræðsluráðs.

Afgreiðslur:
1. Íþrótta- og tómstundafulltrúi – starfið framundan og skipulag.
Tanja Ennigarð greindi frá því að sumarið sló öll fyrri met í aðsóknartölum í sundlaug. Í júli voru17 dagar með meira en 200 gesti á dag og 7 dagar þar sem gestir fóru yfir 300.
Hefðbundin hauststarfsemi er hafin í íþróttamiðstöð með skipulagðri dagskrá. Aukin aðsókn er frá eldri borgurum í skiplagða tíma í sundi, íþróttasal og í ræktina. Tanja greindi frá undirbúningi að bráðabirgðalausn á aukaklefa fyrir einstaklinga. Íþróttamiðstöð fær hrós fyrir hreinlæti. Í íþróttamiðstöð starfa sex starfsmenn.
Starfsemi félagsmiðstöðvar er komin af stað. Þrír starfsmenn sinna nemendum, þrifum og undirbúningi.

2. Menntastefna Húnaþings vestra.
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri kom til fundar og fór yfir menntastefnu sem verið er að leggja lokahönd á.

3. Starfsáætlun fjölskyldusviðs og fræðsluráðs.
Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir starfsáætlun fjölskyldusviðs 2023 og þau verkefni sem snúa að fræðsluráði.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:57

Var efnið á síðunni hjálplegt?