227. fundur

227. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 4. maí 2022 kl. 15:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Þorsteinn Guðmundsson varaformaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður, Júlíus Guðni Antonsson aðalmaður og Halldór Sigfússon, varamaður. Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, komst ekki á fundinn og náðist ekki í varamann.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

 

Munnlegar skýrslur um veturinn sem er að líða og farið yfri skóladagatöl frá skólastjórum grunn- og tónlistarkólans og leikskóla. Munnleg skýrsla um veturinn frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Afgreiðslur:
1. Leikskólastjóri Guðrún Lára Magnúsdóttir mætti til fundar ásamt Arnari Hrólfssyni fulltrúa starfsmanna og Kristni Arnari Benjamínssyni sem tekur við starfi leikskólastjóra þann 1. júní og kynnti skóladagatal næsta skólaárs og var það samþykkt.
Einnig fór hún í stuttu máli yfir skólaárið sem er að líða. Þar bar hæst ráðning starfamanna við skólann þar sem hátt í þriðjungur stöðugilda eru skipuð karlmönnum. Könnun til foreldra frá Skólapúlsinum var gerð á vordögum og verður niðurstaða hennar birt á heimasíðu leikskólans á næstu dögum. Guðrún Lára þakkaði fræðsluráði og sveitastjórn fyrir samstarfið á undanförnum árum en hún er að hætta störfum eftir rúm tuttugu ár í starfi hjá Húnaþingi vestra. Ráðið þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.

2. Skólastjórnendur í grunn- og tónlistarskóla þær Eydís Bára Jóhannsdóttir og Maria Gaskell mættu á fundinn. Maria lagði fram skóladagatal tónlistarskólans fyrir næsta skólaár sem unnið er í samræmi við skóladagatal grunnskólans og var það samþykkt. Þær fóru einnig yfir skólaárið sem er að líða og lýstu yfir ánægju með nýtt húsnæði skólana sem formlega var vígt þann 26. apríl, þar sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heiðraði skólasamfélagið með nærveru sinni. Mikið framfaraskref er að þessir skólar séu undir sama þaki. Ráðið þakkar fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og óskar skólastjórnendum velfarnaðar.

3. Íþrótta- og tómstundafulltrúi Tanja Ennigarð mætti og fór yfir veturinn, það sem stóð helst uppúr var NorðurOrg, söngvakeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem haldin var á Hvammstanga föstudaginn 25. mars. Hún fór einnig yfir að ungmennaráð hefur verið öflugt á tímabilinu og munur á þegar fjölgað var úr 5 í 7 manns. Fræðsluráð telur mikilvægt að leitað sé til þeirra þegar málefni ungmenna eru tekin fyrir hjá sveitarfélaginu. Fram kom í máli Tönju að nauðsynlegt sé að auka starfshlutfall félagsmiðstöðvar aftur svo unnt sé að reka hana með sóma og tók ráðið undir það. Íþrótta- og tómstunda fulltrúa var þakkað fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

Fræðsluráð þakkar fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.30

Var efnið á síðunni hjálplegt?