226. fundur

226. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 30. mars 2022 kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Þorsteinn Guðmundsson varaformaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður, Ingibjörg Auðunsdóttir aðalmaður og Júlíus Guðni Antonsson aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:

  • Staðan á vinnslu við menntastefnu.
  • Kynning á skóladagatölum í leik- og grunnskóla.

Afgreiðslur:

  1. Staðan á vinnslu við menntastefnu.

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir verkefnastýra sem stýrir vinnu við gerð menntastefnu Húnaþings vestra fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnin og næstu skref. Fræðsluráð þakkar Guðrúnu Ósk fyrir kynninguna og telur mikilvægt að þegar vinnu við menntastefnu sveitarfélagsins er lokið að eftirfylgni hennar verði komið inn í erindisbréf ráðsins.

 

 

 

 2. Kynning á skóladagatölum í leik- og grunnskóla

Skólastjóri grunnskóla mætti til fundar og fór yfir skóladagatal 2022 - 2023. Dagatalið var samþykkt. Undir þessum lið sátu fundinn Margrét Hrönn Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Jóhanna Erla Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra.

Kynning á skóladagatali leikskólans frestast og verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

 

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.30

Var efnið á síðunni hjálplegt?