223. fundur

223. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 1. desember 2021 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Þorsteinn Guðmundsson varaformaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður, Ingibjörg Auðunsdóttir aðalmaður og Júlíus Guðni Antonsson aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Kynning á fjárhagsáætlun
2. Ársskýrsla og starfsáætlun leikskólans
3. Kynning á vinnu menntastefnu Húnaþings vestra
4. Kynning á hönnun lóðar við grunnskólann
5. Forvarnir á meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti.

Afgreiðslur:
1. Kynning á fjárhagsáætlun
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir fjárhagsáætlun næsta árs.

2. Starfsáætlun leikskólans.
Guðný K. Guðnadóttir aðstoðarleikskólastjóri mætti og kynnti ársskýrslu og starfsáætlun leikskólans 2021 – 2022. Arnar Hrólfsson fulltrúi starfsmanna sat fundinn undir þessum lið.

3. Kynning á vinnu menntastefnu Húnaþings vestra.
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir verkefnastóri við gerð menntastefnu Húnaþings vestra mætti og kynnti þá vinnu sem framundan er. Þar á meðal bekkjarþing í grunnskólanum með börnum og foreldrum. Jafnframt kynnti hún tímaramma verkefnisins.

4. Kynning á hönnun lóðar við grunnskólann.
Björn Bjarnason rekstrastjóri umhverfissviðs mætti til fundar og kynnti fyrir ráðinu hönnun á lóð við grunnskólann.

5. Forvarnir á meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti.
Sviðssjóri fjölskyldusviðs kynnti aðgerðaráætlun 2021 – 2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Hafin er vinna að þessari áætlun.


Fleira ekki tekið fyrir.


Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17.00

Var efnið á síðunni hjálplegt?