221. fundur

221. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 29. september 2021 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður, Halldór Sigfússon, varamaður. Ragnar Smári Helgason, varamaður forfallaðist.

 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Málefni leikskólans Ásgarðs
• Fjöldi nemenda við skólann á komandi skólaári
• Starfsmannamál
• Skipting deildastjóra á milli deilda
2. Málefni Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
• Nemendafjöldi
• Skipulag á starfi skólans komandi skólaár.
3. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Skólastjóri leikskólans mætti til fundar ásamt fulltrúum foreldra og starfsmanna.
• Fjöldi barna við leikskólann á komandi skólaári eru 60 fædd frá 2016 – 2021.
• 18 starfsmenn starfa við skólann auk húsvarðar sem sinnir skóla og íþróttamannvirki.
• Þrjár deildir eru í skólanum yngsta-, mið- og elsta stig.

Helstu verkefni skólans á skólaárinu er innleiðing á jákvæðum aga, námsskrá verður yfirfarinn með þátttöku foreldraráðs, umbótaáætlun innra og ytra mats verður unnin áfram. Þessi verkefni verða unnin á starfsdögum.


2. Skólastjóri tónlistarskólans mætti til fundar.
• Aukning er á nemendafjölda við skólann og eru nú 88 nemendur skráðir í nám.
• Aðstaða tónlistarskólans í nýbyggingu grunnskólans gengur vel og flutt verður inn á næstunni.
Verið er að vinna að tímalínu um viðburði á vegum skólans fyrir skólaárið. Rúllandi stundatafla kemur inn um áramótin.

3. Önnur mál.
Engin önnur mál.

 

Fleira ekki tekið fyrir.


Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.50

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?