220. fundur

220. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður.

 

 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

 

  1. Kynning á Jákvæðum aga.
  2. Kynning frá Reykjaskóla varðandi komandi skólaár.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

  1. Skólastjórnendur grunn- leik- og tónlistarskóla kynntu uppeldisstefnuna Jákvæðan aga og fóru yfir starfsdag sem haldinn var mánudaginn 23. ágúst sl. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Starfsdagurinn var upphaf að innleiðingu stefnunnar og tóku starfsmenn stofnana sem starfa mest með börnum þátt í deginum eða 65 manns. Undir þessum lið sátu fundinn fulltrúar starfsmanna og foreldra leikskólans.

 

   2.  Framkvæmdastjóri Skólabúðanna í Reykjaskóla Karl B. Örvarsson, mætti á fundinn og fór yfir komandi haust. Búist er við góðri aðsókn að skólabúðunum skólaárið 2021 – 2022. Ekki er búið að ráða í allar stöður fyrir komandi skólaár og rennur umsóknafrestur út þann 31. ágúst nk.

  3.  Önnur mál.

 

Á 1093. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var eftirfarandi bókað undir 2. dagskrárlið:
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram aðgerðaáætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun nr. 37/150. Í aðgerðaráætluninni er sérstök áhersla á að forvanir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, einnig í starfi frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Byggðarráð vísar aðgerðaáætluninni til umsagnar félagsmálaráðs og fræðsluráðs.

Í aðgerðaáætluninni kemur fram hlutverk skólaskrifstofa, skóla og annarra stofnana sveitarfélaga. Fræðsluráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem falla undir hlutverk sveitarfélaga í samvinnu við þær stofnanir og teymi sem tilgreind eru í áætluninni.

 

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 16.56

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?