216. fundur

216. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður og Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður og var hann í gegnum fjarfund.  

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

1. Umsögn fræðsluráðs vegna ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

2. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla mæta og fara yfir skóladagatal næsta skólaárs.

3. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Umsögn vegna ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Samkvæmt erindisbréfi fræðsluráðs skilar fræðsluráð umsögn vegna ráðningu skólastjóra tónlistarskólans til byggðarráðs. Fræðsluráð lýsir ánægju yfir áhuga á stöðu tónlistarskólastjóra en sex umsóknir bárust. Sviðsstjóra falið að senda umsögn til byggðarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

2. Skólastjóri grunnskólans, Sigurður Þór mætti á fundinn ásamt Margréti Hrönn Björnsdóttur, fulltrúa starfsmanna grunnskóla og Elísabetu Steinbjörnsdóttur, fulltrúa foreldra leikskólans, skólastjóri leikskólans boðaði forföll. Sigurður lagði fram skóladagatal grunnskólans. Farið var yfir athugasemdir sem voru óverulegar og leiða ekki til breytinga á skóladagatali. Fræðsluráð samþykkir framlagt skóladagatal og skólastjóra falið að birta það á heimasíðu grunnskólans. Skólastjóri grunnskólans lagði fram fyrir hönd leikskólans ósk um að leikskólinn fái auka starfsdag þann 23. ágúst. Þann dag yrði einn stór starfsdagur hjá leik- grunn- og tónlistarskóla ásamt íþrótta- og félagsmiðstöð þar sem unnið verður að innleiðingu hugmyndafræðinnar Jákvæður agi. Fræðsluráð samþykkir þá beiðni.

Sigurður ræddi samræmd könnunarpróf og hvernig breyting verði á þeim, nú eru þau valkvæð fyrir börn í 9. bekk. Einnig sagði Sigurður frá því samkvæmt Olweusar könnun að andlega líðan barna í skólanum er lakari en áður hefur verið og í samræmi við niðurstöður Skólapúlsins. Unnið verður með það í skólanum ásamt öllu starfsfólki og nemendum skólans.

3. Önnur mál. 

Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.36  

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?