214. fundur

214. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 9. desember 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður,  Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður og Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Skólastjóri leikskólans Ásgarðs fer yfir vinnu við fjárahagsáætlunargerð fyrir árið 2021.
2. Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra fer yfir vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.
3. Önnur mál.


Afgreiðslur:

1. Skólastjóri leikskólans fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og önnur mál er varðar skólann.


• Breytingar á innkaupum vegna hagræðingarkröfu sveitarstjórnar – fjallað var um tillögur leikskólastjóra  þar sem meðal annars kemur fram að draga skuli úr efnis og þjónustukaupum en störf verði varin.


• Menntamálastofnun vann ytra mat í leikskólanum í maí 2020 og má sjá skýrslu og umbótaáætlun á heimasíðu leikskólans. Farið yfir greinagerð frá Þóru Rósu Geirsdóttur, ráðgjafa, vegna skoðunar á ytra mati leikskólans.

• Farið var yfir styttingu vinnuviku og rædd var tillaga sem send var inn til vinnuhóps í því sambandi sem bíður afgreiðslu.


2. Skólastjóri grunnskólans fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og önnur mál er varðar skólann.

• Breytingar á skólahaldi vegna hagræðingarkröfu sveitarstjórnar – fjallað var um tillögur skólastjóra þar sem fram kemur meðal annars að draga skuli úr yfirvinnu og þjónustukaupum en störf verði varin.

• Farið var yfir styttingu vinnuviku og rædd var tillaga sem send var inn til sveitarstjórnar í því sambandi sem bíður afgreiðslu.

• Skólastjóra grunnskólans hefur verið afhendur listi með um 70 undirskriftum barna við grunnskólann þar sem þau skora á skólayfirvöld að breyta nafni skólans úr Grunnskóla Húnaþings vestra í Húnaskóla. Ráðið hrósar börnunum fyrir frumkvæðið og ákveðið var að ræða tillöguna betur á næsta fundi fræðsluráðs.

3. Önnur mál.

• Fræðsluráð vill hrósa og þakka starfsfólki og nemendum skólastofnanna Húnaþings vestra fyrir afar gott starf á þessu krefjandi ári sem senn er að líða og óskar þeim gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 


Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.


Fundi slitið kl. 17.20

Var efnið á síðunni hjálplegt?