213. fundur

213. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 4. nóvember 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður,  Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður og Þórey Edda Elísdóttir, varamaður. 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir


Dagskrá:
1. Íþrótta og tómstundafulltrúi mætir kl. 15.00 og ræðir veturinn og fer yfir hvernig sumarið var í íþróttamiðstöðinni.
2. Framkvmdastjóri Skólabúðanna að Reykjum verður á fundinum í gegnum fjarfund og fer yfir skólaárið 2020 – 2021. kl. 15.30
3. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti og sagði frá hvernig sumarið og sl. vetur var í íþróttamiðstöðinni og hvernig veturinn hefur farið af stað í því ástandi sem er í þjóðfélaginu á tímum COVID – 19. Sl. haust jókst fjöldi heimsókna í húsið um 125% eftir að heilsuræktin opnaði. Aðsókn í sund hefur staðið í stað á þessu ári þrátt fyrir þessa tíma og litla aðsókn erlendra ferðamanna sl. sumar. Heilsuræktin hefur nú þegar verið lokuð i 14 vikur á þessu ári og mun hún opna um leið og sóttvarnayfirvöld gefa leyfi til þess.

2. Karl Örvarsson, framkvæmdastjóri Skólabúðanna Reykjum mætti til fundar í gegnum fjarfundarbúnað. Karl fór yfir starfsemina og lýsti yfir áhyggjum af rekstrinum þar sem fjöldi skóla hefur þurft að hætta við að koma vegna COVID – 19 og hafa tekjur því minnkað talsvert. Búið er að sækja um lokunarstyrk til ríkisins vegna vorannar 2020 en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Forsvarsmenn skólabúðanna tóku þá ákvörðun að hækka komugjald um 1000 kr. á hvert barn til að koma til móts við tekjufall, án samráðs við sveitarfélagið. Fræðsluráð fór yfir fyrirliggjandi gögn frá skólabúðunum, starfsmannalista og starfsáætlun um skipulag skólastarfs á komandi skólaári. Samkvæmt 1. gr. samnings um rekstur skólabúðanna kemur fram að tryggja skuli að minnsta kosti einn starfmaður skólabúðanna, er annast fræðslu nemenda hafi lokið viðeigandi menntun í kennslu-, tómstunda- eða uppeldisfræði. Ekki er hægt að sjá á fyrirliggjandi gögnum að þetta ákvæði sé uppfyllt. Fræðsluráð ítrekar að gögn sem til þeirra berast og notuð eru til að leggja faglegt mat á starfssemina þurfa að vera lýsandi og ítarlegri til að ráðið geti rækt hlutverk sitt.
Sveitarstjóri sat á fundi undir þessum lið.
3. Önnur mál.
Engin önnur mál.

 


Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.


Fundi slitið kl. 17.37

Var efnið á síðunni hjálplegt?