212. fundur

212. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 23. september 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Guðrún Lára skólastjóri leikskólans mætir á fundinn kl. 15.00 og fer yfir verkefni komandi veturs.
2. Louise Price skólastjóri tónlistarskólans mætir á fundinn kl. 15.30 og fer yfir verkefni vetrarins.
3. Sigurður Þór skólastjóri grunnskólans mætir á fundinn kl. 16.00 og fer yfir verkefni vetrarins og skýrslu innra mats.
4. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Guðrún Lára mætir á fundinn ásamt Arnari Hrólfssyni fulltrúa starfsmanna leikskólans. Hún upplýsir ráðið um hvernig haustið fer af stað. Auglýst var eftir 2 starfsmönnum í tvö stöðugildi og rann frestur út þann 22. september. 4 sóttu um þessar stöður og er verið að vinna í þeim umsóknum. Stöðugildi við skólann eru 12.5, 49 börn verða í skólanum þetta skólaár.
2. Louise Price mætir á fundinn. Hún segir frá hversu margir nemendur eru við skólann núna og eru þeir 64, sumir þeirra eru í meira en fullu námi. Stöðugildi við skólann eru 3.3. Vegna Covid hefur Louise stungið uppá að nemendur verða teknir upp með hljóði og jafnvel mynd af fagaðila sem unnið verður að í vetur. Einnig ræddi hún almennt um starf skólans.
3. Sigurður Þór mætir á fundinn ásamt Söru Ólafsdóttur fulltrúa starfsmanna. Sigurður fer yfir skýrslu innra mats og gengur sú vinna vel.
Í kringum 40 starfsmenn starfa við skólann og í kringum 140 nemendur stunda nú nám við Grunnskóla Húnaþings vestra.
Skipt var um tölvkerfi við skólann og er notast við Google umhverfi núna.
Mun tölvukostur skólans breytast í kjölfarið. Einnig er verið að skoða hvaða tækni hentar ef notast þarf við fjarfund við kennslu. Viðbygging skólans gengur vel og er á áætlun.
4. Önnur mál.
Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17.37

Var efnið á síðunni hjálplegt?