204. fundur

204. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Drög að reglum við varðandi stuðning starfsmanna skólanna í réttindanámi.
  2. Erindisbréf, svar frá sveitastjórn.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

  1.   Guðrún Lára mætti á fundinn og lagði fram drög að reglum frá skólastjórnendum um stuðning við starfsmenn í réttindanámi. Ráðið þakkar Guðrúnu fyrir kynninguna. Fræðsluráð fór yfir drögin og kom með nokkrar ábendingar og felur þeim áframhaldandi vinnu.
  2.  Farið var yfir svar frá sveitarstjórn varðandi erindisbréf.
  3.  Önnur mál:
  • Jóhann las upp bréf frá Sigurði skólastjóra varðandi sætafestingar í skólabifreiðum í samræmi við samþykkt frá fundi fræðsluráðs nr. 202. Það mál er í ferli.
  • Á 1012. fundi byggðaráðs í 4. lið er starfskýrslu skólabúðanna vísað til fræðsluráðs. Starfsskýrslan er frá skólaárinu 2018 – 2019.

Samkvæmt 6. gr. samnings um rekstur Skólabúða á Reykjum þarf fræðsluráði einnig að berast fyrir 1. september ár hvert eftirtalin gögn: Starfsmannalisti ásamt starfsáætlun um skipulag skólastarfs á komandi skólaári og kennsluáætlun fyrir hverja námsgrein sem kennd er við skólabúðirnar. Fræðsluráð óskar eftir þessum gögnum til að uppfylla sínar skyldur um faglegt eftirlit.

           

Fræðsluráð Húnaþings vestra.

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:50

Var efnið á síðunni hjálplegt?