202. fundur

202. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Tanja Ennigarð íþrótta og tómstundarfulltrúi mætir á fundinn og segir frá komandi vetri.
  2. Louise Price, skólastjóri tónlistarskólans mætir og upplýsir fundarmenn um komandi vetrarstarfi Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
  3. Sigurður Þór skólastjóri Grunnskólans mætir og fer yfir skýrslu um ytra mat og segir frá skipulagi kennslu og valgreinum.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Tanja mætti á fundinn og fór yfir fjölbreytt starf vetrarins í íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð. Hún hittir starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Óríons sem eru einn fastráðinn og tveir tímastarfsmenn, til að skipuleggja ýmsa dagskrá félagsmiðstöðvarinnar fyrir veturinn. Hún sagði frá því að búið væri að taka nýbyggingu íþróttamiðstöðvar í notkun og fólk væri almennt ánægt með nýju aðstöðuna og það hafi verið um 50% aukning frá því að hún opnaði í lok júní. Fjögur stöðugildi eru við íþróttamiðstöðina sem skiptist á nokkra starfsmenn.

Tanja hefur einnig umsjón með ungmennaráði og sagði frá Þingi unga fólksins þar sem fulltrúi okkar Guðmundur Grétar Magnússon var þátttakandi.

 

2. Louise mætti á fundinn og sagði frá því að tónlistarskólinn er að fara af stað og eru í kringum 97 nemendagildi við skólann og stöðugildin væru rúmlega 4 sem skiptast á milli skólastjóra og fjögurra kennara. Hún sagði einnig frá samstarfi við grunnskólann í tónmennt og að kennt verði á blokkflautu einnig fer skólastjóri inn í leikskólann og heldur námskeið í tólistarkennslu fyrir kennara og leiðbeinendur leikskólans. Að hennar mati  fer skólinn vel af stað.  

 

Elísa Ýr yfirgaf fundinn kl. 16.00

 

3. Sigurður Þór skólastjóri kynnti niðurstöður ytra mats skólans. Í skýrslunni eru settir fram styrkleikar skólans og tækifæri til umbóta. Matsteymi skólans mun vinna umbótaáætlun og þá verður skýrslan gerð opinber með umbótaáætlun.

Sigurður fór einnig yfir kennsluskipulag og mikla fjölgun valgreina á þessu skólaári. Nemandafjöldi við Grunnskóla Húnaþings vestra eru 164, 26 nýir nemendur þar af 18 í 1. bekk.

 

4. Önnur mál:

Rætt var um hvernig sveitarfélagið gæti stutt við réttindanám einstaklinga sem eru í kennaranámi. Sviðsstjóra falið að skoða það mál.

Farið var í heimsókn í Dreifnámið eftir að formlegum fundi lauk.

Fræðsluráð Húnaþings vestra.

Fleira ekki tekið fyrir.

 Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 Fundi slitið kl. 18.00.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?