197. fundur

197. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Umræða um málefni flóttamanna.

2. Sigurður Þór skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra mætir kl. 16.00 og ræðir ytra mat skóla.

3. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Jenný upplýsti ráðið um þá vinnu sem er í fullum gangi vegna komu flóttamanna í Húnaþing vestra.

2. Skólastjóri og fræðsluráð er sammála um að fjórði þáttur ytra mats verði staða læsis.

3. Önnur mál:
Sigurður sagði frá ýmsum breytingum sem verið að vinna að í skipulagi skólans fyrir næsta skólaár og verið er að vinna að skóladagatali. Samþykkt var að skólastjóri auglýsi skóladagatalið til kynningar fyrir foreldrum sem geta komið með athugasemdir áður en það verður samþykkt.

Rætt var um 50 ára starfsafmæli tónlistarskóla Húnaþings vestra. Ráðið leggur til að fylgt verður eftir samþykkt frá fræðsluráði og sveitastjórn frá sl. vori.


Fræðsluráð Húnaþings vestra.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.


Fundi slitið kl. 17.10

Var efnið á síðunni hjálplegt?