196. fundur

196. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Jóhann Albertsson, formaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður,  Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Guðrún Lára skólastjóri leikskólans mætir kl. 15.00 og ræðir:  Leiðbeinandi verklag vegna undirmönnunar.

Málörvun fyrir börn með annað tungumál en íslensku

 Starfsmannakönnun, Skólapúlsinn

2.   Sigurður skólastjóri grunnskólans mætir kl. 16.00 og ræðir:                
 Ytra mat skóla
 Líðan og eineltiskönnun.
 Undirbúningur móttöku flóttamanna (drög)
 Endurskoðun á símareglum

3.    Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

  1. Guðrún Lára kynnti verklag ef yrði undirmönnun í leikskóla vegna t.d. veikinda og fl. Verklagið var unnið af skólastjórnendum  og deildastjórum Ásgarðs. Gert er ráð fyrir að fræðsluráð þurfi að samþykkja slíkar verklagsreglur. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Guðrún Lára sagði frá þeirri vinnu sem hafin er vegna málörvunar á börnum af erlendum uppruna. Fræðsluráð styður að þessi vinna fari fram.

Skólastjóri segir frá að í febrúar verði lögð fyrir starfsmannakönnun sem Skólapúlsinn sér um, niðurstöður kynntar síðar.

 

 2. Margrét Hrönn Björnsdóttir kennari mætti með Sigurði á fundinn.

Sigurður sagði frá bréfi um ytra mat. Þar er boðið upp á 4. matsþátt sem skóli getur valið. Ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvað skuli velja.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður líðan og eineltiskönnunar. Niðurstöður eru jákvæðar og verða birtar á heimasíðu ásamt úrbótaáætlun.
Skólastjóri kynnti drög að móttökuáætlun flóttamanna.
Skólastjóri kynnti verklag við endurskoðun á símareglum.

 

 

 

 

  3. Önnur mál.

1. Sigurður var spurður um stöðu mála á viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra og sagði hann frá því að það styttist í ný drög varðandi bygginguna. Fræðsluráð óskar eftir að fulltrúar bygginganefndar kynni drögin þegar þau verða tilbúin. 

 

2. Erindi frá eigendum Reykjatanga ehf. rekstraraðila Skólabúðanna Reykjaskóla þar sem óskað er eftir hækkun á komugjaldi nemenda á næsta skólaári. Fræðsluráð hafnar beiðninni á grundvelli samnings um rekstur skólabúða frá árinu 2013.

 

Fræðsluráð Húnaþings vestra.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 17.45

Var efnið á síðunni hjálplegt?