195. fundur

195. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Jóhann Albertsson, formaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður,  Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.                                                                                                

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Karl Örvarsson, framkvæmdastjóri Skólabúðanna og Halldóra Árnadóttir, rekstrar- og dagskrárstjóri Skólabúðanna segja frá starfsskýrslu skólabúðanna sl. ár og kennsluáætlun veturinn 2018 – 2019
  2. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

  1. Formaður bauð þau Karl og Halldóru velkomin á fundinn. Þau gáfu skýrslu um síðastliðið skólaár ásamt því að kynna fyrir ráðinu kennsluáætlun fyrir veturinn 2018 – 2019.

Í skýrslu þeirra kemur fram að níu starfsmenn eru að störfum í Skólabúðunum. Alls bárust 3438  umsóknir í skólabúðirnar sem starfa frá 27. ágúst til mánaðarmóta maí/júní. Ráðið þakkar Karli og Halldóru fyrir veittar upplýsingar.

   2. Önnur mál. Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 16:50

Var efnið á síðunni hjálplegt?