192. fundur

192. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 26. september 2018 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:

 1. Guðrún Lára leikskólastjóri kemur kl 15.00 og segir frá komandi skólaári.
 2. Sigurður Þór skólastjóri kemur kl. 15.30 og ræðir við fræðsluráð um:
  1. Tillögu um að leyfa ekki snjalltæki og síma á skólatíma.
  2. Ráðningu náms- og starfsráðgjafa við skólann.   
 3. Halldóra Árnadóttir rekstrar- og dagskrárstjóri Skólabúðanna Reykjaskóla kemur kl. 16.15 og ræðir starfsskýrslu Skólabúðanna fyrir árið 2018 og 2019.
 4. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

 1. Guðrún Lára gerði grein fyrir skóladagatali leikskólans og sagði frá fjölda barna og kennara sem starfa við skólann á komandi skólaári. Einnig fór hún yfir hugmyndafræði Flæðis sem leikskólinn starfar eftir.
 2. Sigurður kynnti fundagerðir nemenda og skólaráðs um að leyfa ekki snjalltæki og síma í einkaeigu á skólatíma, ákveðið er að það taki gildi um miðjan október. Ráðið er sammála um að banna eigi notkun snjalltækja og síma á skólatíma. Sigurður  ásamt kennurum grunnskólans vinna að þessari innleiðingu og setja skýrann ramma um framfylgd reglana.
  Sigurður sagði frá ráðningu Eiríks Steinarssonar í 40 % stöðu náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar og nemendur hafa verið dugleg að nýta sér þjónustu Eiríks og fagnar ráðið þessari nýjung við grunnskólann.
 3. Halldóra fór yfir starfskýrslu skólabúðanna og sagði frá því að aldrei hefðu fleiri umsóknir borist í búðirnar eins og fyrir skólaárið 2018 – 2019.
 4. Önnur mál.
 • Sviðsstjóri kynnir auka starfsdag í leikskólanum þann 19. október n.k. þegar starfsfólk skólans sækir ráðstefnu sem ber yfirskriftina Hugarástand í leik og starfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Mihály Csíkszentmihályi en hann er frumkvöðull að Flæði, hugmyndafræði sem leikskólinn Ásgarður vinnur eftir. Ráðið tekur undir með sviðstjóra um að veita þennan auka frídag.
 • Sviðsstjóri segir frá því að Elinborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri tónlistarskólans er komin í veikindafrí og er ferli komið af stað til að leysa afleysingu í hennar stað.  

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 17:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?