189. fundur

189. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður,  Kristín Ólafsdóttir, varaformaður, Þorsteinn Guðmundsson, varamaður,  Elísa Ýr Sverrisdóttir, varamaður og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:

  1. Sigurður Þór skólastjóri og Lára Helga kynna læsisstefnu fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra kl. 15.00
  2. Elinborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri tónlistarskólans mætir á fundinn og ræðir kennaramál næsta vetrar, nýútkomið fréttabréfs skólans og innritun fyrir haustönn.
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

 

  1. Sigurður Þór skólastjóri og Lára Helga kynntu sameiginlega læsisstefnu grunnskólanna í V- og A- Húnavatnssýslum. Hún er heildræn nálgun á kennslu, aðferðir og viðbrögð í lestrarkennslu og læsi nemenda, skilgreinir viðmið og viðbrögð fyrir alla árganga skólanna. Jafnframt verður megininntak hennar prentað og dreift á öll heimili í Húnavatnssýslum. Láru Helgu eru færðar þakkir fyrir hennar góðu störf í læsisteymi grunnskólanna í Húnavatnssýslum, þar sem hún var fulltrúi Grunnskóla Húnaþings vestra í læsisteyminu.
  2. Elinborg sagði frá starfsmannamálum við tónlistarskólann en 4.4 stöðugildi hafa verið við skólann þetta skólaár. Fréttabréf var borið í öll hús sveitarfélagsins í apríl þar sem farið var yfir helsta starf skólans yfir vetramánuðina og þar fylgdi með umsóknareyðublað fyrir næsta skólaár.
  3. Magnús mætti á aðalfund Farskólans sem haldinn var 30. apríl sl. og þar var ákveðið að framlag sveitarfélaga væri það sama og verið hefur undanfarin ár.  

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?