188. fundur

188. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður,  Kristín Ólafsdóttir, varaformaður, Sigrún Waage, aðalmaður,  Ingibjörg Auðunsdóttir, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:

  1. Þórunn Þorvaldsdóttir skólastjóri leikskólans mætir á fundinn kl. 15.00
  2. Karl Örvarsson, framkvæmdastjóri skólabúða á Reykjaskóla  mætir á fundinn kl. 15.30 og upplýsir ráðið um stöðu mála í dag og áætlanir fyrir næsta vetur.
  3. Elinborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri tónlistarskólans mætir á fundinn kl. 16.10 og ræðir kennaramál næsta vetrar, nýútkomið fréttabréfs skólans og innritun fyrir haustönn.
  4. Sigurður Þór skólastjóri grunnskólans mætir á fundinn kl. 16.30 og ræðir um Öryggisstefnu, tillögu um seinkun skóla næsta vetur og skóladagatal.
  5. Önnur mál

Afgreiðslur:

 1.      Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, skólastjóri leikskólans mætir á fundinn.

Skólastjóri kynnti niðurstöður í foreldrakönnun Skólapúlsins. 79 % svörun var á könnuninni hefði átt að vera 80 % svörun svo hún sé marktæk. Niðurstöður eru góðar fyrir leikskólann og fara skólastjórnendur yfir þær með starfsfólki til að skoða hvað er vel gert og hvað betur mætti fara.

 2.      Karl Örvarsson, framkvæmdastjóri skólabúða á Reykjaskóla mætir á fundinn.

Karl sagði frá því að búið er að sækja um fyrir 3300 börn fyrir næsta skólaár. Verið er að setja saman skipulagið sem er töluverð vinna. Komið er að ýmsu viðhaldi bæði á húsnæði og innanstokksmunum. Komugjöld fyrir næsta skólaár verði þau sömu næsta vetur og voru nú í vetur.

 3.      Elinborg Sigurgeirsdóttir boðaði forföll og mætir á næsta fund ráðsins.

 4.      Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri og Sara Ólafsdóttir, fulltrúi kennara mæta á fundinn.

Fræðsluráð samþykkir upplýsinga og öryggisstefnu Grunnskóla Húnaþings vestra sem er í samræmi við lög og reglugerð nýrra persónuverndarlaga.

Sigurður sagði frá tillögu sem kom fram á síðasta fundi fræðsluráðs um seinkun skóla næsta vetur. Eftir að hafa fengið skoðanir foreldar er ljóst að ekki er  breið sátt um tillöguna og verður hún því ekki lögð fram að svo stöddu.

 

Skóladagatal næsta skólaárs var samþykkt samhljóða.

 

Sigurður ræddi um starfsmannamál næsta vetrar sem skýrast á næstu vikum. Einnig sagði hann frá læsistefnu sem hefur verið í vinnslu í vetur ásamt stærðfræðistefnu sem enn er í vinnslu. Þrír hönnunaraðilar að stækkun skólans skila tillögum 15. maí og hafa aðilar frá einni hönnunarstofu komið og skoðað skólann.

Nemendafjöldi verður í kringum 160 börn næsta vetur. 

Verið er að vinna í að taka saman gögn og búnað í skólahúsnæði Borðeyrar.

 

 5.      Önnur mál.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 17:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?