187. fundur

187. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Mætt á fundinn Magnús Magnússon formaður,  Kristín Ólafsdóttir, varaformaður, Sigrún Waage, aðalmaður,  Ingibjörg Auðunsdóttir, aðalmaður og Þorsteinn Guðmundsson, varamaður. 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1.  Þórunn Þorvaldsdóttir skólastjóri leikskólans mætir á fundinn kl. 15.00
  2. Elinborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri tónlistarskólans mætir á fundinn kl. 15.45
  3. Sigurður Þór skólastjóri grunnskólans mætir á fundinn kl. 16.15
  4. Önnur mál

Afgreiðslur:

 

  1.  Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, skólastjóri leikskólans mætir á fundinn.

Skólastjóri leikskólans kynnti drög að skóladagatali 2018 – 2019. Fræðsluráð samþykkir skóladagatal með þeirri breytingu að sumarlokun byrji 3. júlí og endar 31. júlí 2019. 

 

Skólastjóri sagði frá skýrslu sem hún gerði  um öryggi og heilbrigði fyrir Vinnueftirlitið.

 

Skólastjóri sagði frá nýjung í starfi þegar boðið var í morgunkaffi í leikskólann í tilefni af bónda- og konudegi. Karlmenn komu á bóndadaginn og kvennmenn á föstudegi fyrir konudag. Þetta tókst vel og er gert ráð fyrir að halda þessu áfram.

 

Skólapúlsinn er könnun fyrir foreldra sem hófst 1. mars og hefur skólastjóri sent ítrekun til foreldra um að svara fyrir lok mars. Það verður að vera 80 % svörun svo hún sé marktæk.

 

 2.       Elinborg Sigurgeirsdóttir, skólastjóri tónlistarskólans mætir á fundinn.

Skólastjóri tónlistarskólans sagði frá að allt gengi vel. 3 – 4 stöðugildi og nemenda ígildi eru 94. Guðmundur Hólmar Jónsson kennari er í fæðingarorlofi leysir  Hjörtur Gylfi Geirsson hann af að hluta til. Heiðrún Nína Axelsdóttir tók við af Ólöfu Pálsdóttur sem hætti í desember.

 

Tónlistarskólinn á fimmtíu ára starfsafmæli á næsta ári 2019. Fræsðluráð leggur til að skipuð verði afmælisnefnd til þess að undirbúa afmælishátíð. 

 

 3.       Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri og Margrét Hrönn Björnsdóttir fulltrúi kennara mæta á fundinn.

Skólastjóri grunnskólans kynnti drög að skóladagatali 2018-2019. Skólastjóri vekur sérstaka athygli á vetrarfríi í febrúar þar sem skóli og frístund er lokað, enda um nýmæli í skóladagatali að ræða. Fræðsluráð samþykkir að birta drögin til kynningar og athugasemda til 15. apríl 2018.

 

Skólastjóri kynnti drög að verklagsreglum fyrir farveg mála hjá nemendaverndarráði. Fræðsluráð samþykkir að setja drögin í kynningu til foreldra og fá viðbrögð við henni.

 

Skólastjóri fór yfir verklag og viðbrögð í kjölfar þess að leita þurfti að nemendum. Sama dag var fundur með öllu starfsfólki með áfallateymi þar sem farið var yfir hvað hafði gerst, hver aðkoma hvers og eins var og hvaða lærdóm mátti draga af þessum atburði. Áfallateymi skólans mun yfirfara áfalla áætlun og kynna á næsta fræðsluráðsfundi.

 

Skólastjóri kynnti hugmynd um að kennsla hefðist kl. 9:00 á næsta skólaári. Starfsfólk skólans hefur tekið vel í hugmyndina í starfsmannaviðtölum. Kostir þess að byrja kl. 9:00 eru t.d. að nemendur sem eiga langt að sækja mæta síðar og vinnutími kennara nýtist betur. Þá eru líkur til þess að unglingum gæti þótt hugmyndin aðlaðandi. Gallar hugmyndarinnar er óljós fjöldi og aldursamsetning nemenda á Hvammstanga sem mætir kl. 8:00 í skólann og þá þarf að hafa tiltekið skipulag í þennan klukkutíma. Annar mínus er skipulag íþróttahúss en vandasamt gæti orðið að koma heim og saman æfingatímum nema lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvar ef jafn mikil aðsókn verður að húsinu.

Fræðsluráð samþykkir að senda kynningu á hugmyndinni til foreldra og fá viðbrögð við henni.

 

Skólastjóri sagði frá vinnu bygginganefndar við viðbyggingu grunnskólans sem gengur vel og er í farvegi.

 

Skólastjóri fór stuttlega yfir stöðu samræmda prófa.

 4.       Fleira ekki tekið fyrir.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:15

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?