185. fundur

185. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Mætt á fundinn Magnús Magnússon formaður,  Kristín Ólafsdóttir, varaformaður, Sigrún Waage, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir, varamaður

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Kynning á starfi stýrihóps varðandi framtíðarsýn Grunnskóla Húnaþings vestra.
  2. Elinborg skólastjóri tónlistarskólans kemur á fundinn og segir frá starfi vetrarins.
  3. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur:

 

  1. Formaður fór yfir þá vinnu sem búin er hjá stýrihóp um framtíðarsýn Grunnskóla Húnaþings vestra og sagði frá íbúafundi sem haldin verður miðvikudaginn 29. nóvember kl. 18:00 í Félagsheimili  Hvammstanga. Þar verður óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins.
  2. Elinborg, skólastjóri tónlistarskólans, mætti á fundinn og sagði frá starfi vetrarins. Það gengur vel og eru 97 nemendaígildi við skólann. Rædd voru húsnæðismál og fleira.
  3. Önnur mál.
  • Sviðsstjóri sagði frá könnun sem byggðarráð fól henni að gera í framhaldi af bréfi nokkurra foreldra um að athuga með breytingu á tilhögun sumarleyfi leikskólans. Könnunin verður send út á næstu dögum.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.27

Var efnið á síðunni hjálplegt?