184. fundur

184. fundur fræðsluráðs haldinn þriðjudaginn 12. september 2017 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
 Magnús Magnússon formaður,  Kristín Ólafsdóttir, varaformaður, Ingibjörg Auðunsdóttir, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:

  1. Karl Örvarsson, mætir og fer yfir starfsskýrslu síðasta árs og Jenný fer yfir þær niðurstöður sem komnar eru varðandi könnun til kennara á vorönn um sumarbúðirnar.
  2. Þórunn H. Þorvaldsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir starfsmannamál.
  3. Sigurður Ágústsson, skólastjóri, fer yfir vinnuáætlun vinnuhóps um framtíðarsýn húsnæðis Grunnskóla Húnaþings vestra. Einnig fer Sigurður yfir vinnu við menntaáætlun fyrir Húnaþing vestra.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

  1. Karl fór yfir starfsskýrslu síðasta árs og komu 3020 börn í skólabúðirnar. Næsta skólaár eru 3212 börn skráð í Skólabúðirnar. Það er vel mannað í ár af menntuðu starfsfólki og eru m.a. 3 íþróttafræðingar sem sinna kennslu, matreiðslumaður sér um  eldamennskuna. Jenný fór yfir helstu niðurstöður úr könnun sem send var til kennara sem komu í skólabúðirnar á sl. vorönn. Sviðsstjóra falið að framkvæma könnun fyrir börnin sem koma í búðirnar til að fá þeirra upplifun.
  2. Þórunn mætti og ræddi starfsmannamál og sagði frá að Guðrún Lára væri komin í námsleyfi í 10 mánuði. Þórunn Helga sinnir skólastjórastöðu og Elsa Rut leysir af sem aðstoðarleikskólastjóri. Fjórir nýir starfsmenn voru ráðnir í ágúst og september.
  3. Skólastjóri kynnti fundargerðir vinnuhóps sem hefur umsjón með vinnu við mat á þörfum skólans varðandi húsnæðismál hans til næstu 30 ára  ásamt vinnuáætlun. 
    Íbúafundur verður haldinn í nóvember þar sem tillögur vinnuhópsins verða til umræðu, skoðunar og athugasemda. Fræðsluráð tilnefnir Magnús Magnússon formann fræðsluráðs í vinnuhóp hagsmunaðila til undirbúnings íbúafundar. Skólastjóri kynnti einnig vinnu um menntaáætlun sem fer af stað á nýju ári. Sara Ólafsdóttir, fulltrúi starfsmanna, sat fundinn undir þessum lið.
  4. Skólastjóri ræddi öryggismál þegar nemendur fara yfir Hvammstangabraut. Framkvæmdin hefur gengið vel, nemendur á yngsta stigi eru í gulum vestum , bætt hefur verið við skiltum og gæsla er á gangbrautinni. Þá verður bréf birt í Sjónauka til að minna ökumenn á að sýna aðgát. Áfram verður þó skoðað hvernig hægt sé að auka öryggið enn frekar í samráði við Vegagerðina.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17.05

Var efnið á síðunni hjálplegt?