183. fundur

183. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður,  Sigrún Waage, aðalmaður, Ingibjörg Auðunsdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir, varamaður. 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Dagskrá:

  1. Elinborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri tónlistarskólans fer með ráðinu yfir niðurstöður á viðhorfskönnun sem gerð var á meðal foreldra og eldri nemenda skólans.
  2. Önnur mál

 

 

 

Afgreiðslur:

 

  1. Umræður fóru fram um niðurstöður á viðhorfskönnuninni sem fram fór í apríl sl. Helstu niðurstöður voru jákvæðar í garð skólans en allnokkrar athugasemdir vörðuðu  húsnæðismál skólans.  Innritun fyrir næsta vetur er lokið, nemendafjöldi er svipaður og mönnun á kennarastöðum kemur í ljós í lok júní. Fjögur grunnstigspróf  voru tekin við skólann sl. vetur og eitt miðpróf auk þess voru tekin stigspróf og árspróf. Á milli 80 – 90 nemendur tóku þátt í vortónleikum í maí sem fóru fram í Hvammstangakirkju.

 

  2. Formaður sagði frá að hann hafi farið á aðalfund Farskólans og stefnumótunarfund hjá þeim.

 

Ekki fleira tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.52

Var efnið á síðunni hjálplegt?