249. fundur

249. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 25. október 2023 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gerður Rósa Sigurðardóttir, Júlíus Guðni Antonsson, Kolfinna Rún Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Þór Ágústsson og Henrike Wappler.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson og Henrike Wappler.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Henrike og Sigurður véku af fundi kl.10:02
1. Trúnaðarmál - 2309020
Fært í trúnaðarbók.
Frestað
Henrike og Sigurður mættu aftur til fundar kl. 10:13
 
2. Úthlutun íbúðar 110 í Nestúni - 2310074
Félagsmálaráð samþykkir að úthluta Kristínu Jóhannesdóttur íbúð nr. 110 í Nestúni.
Samþykkt
 
3. Fundargerðir farsældarteymis - 2310067
Lagðar fram fundargerðir 12. og 13. fundar farsældarteymis til kynningar.
Samþykkt
 
4. Gott að eldast - 2310068
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti þróunarverkefnið Gott að eldast sem fer formlega af stað 30. október 2023.
Samþykkt
 
5. Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2023 - 2310022
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu mál á fjölskyldusviði frá síðasta fundi. Mál til meðferðar samkvæmt verkefnalista eru 57 og einstaklingsmál 35.

 

Samþykkt

 

   

 

Fundi slitið kl. 11:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?