226. fundur

226. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 28. júlí 2021 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Elva Ársælsdóttir, formaður, Gerður Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður og Davíð Gestsson, aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, varamaður, og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi.

 

Fundargerð ritaði: Henrike Wappler

Dagskrá:

  1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi
  2. Umræða og breyting á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
  3. Lögð fram til umsagnar: Aðgerðaáætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun nr. 37/150
  4. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

  1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
  2. Rætt um breytingar á reglum og starfsmönnum fjölskyldusviðs falið að afla frekari upplýsinga.
  3. Félagsmálaráð fagnar framkominni aðgerðaáætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun nr. 37/150. Félagsmálaráð hvetur stofnanir og félög í sveitarfélaginu til samstarfs í þessum mikilvæga málaflokki.
  4. Önnur mál: engin önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12:00

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?