208. fundur

208. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Sigríður Elva Ársælsdóttir, formaður, Gerður Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður,  Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, varamaður, Gunnar Þorgeirsson, varamaður, og Davíð Gestsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir,


Dagskrá:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.
2. Farið yfir jafnréttisáætlun fyrir 2019 – 2023.
3. Erindi vísað frá byggðaráði vegna erindis frá Hannes Péturssyni og Þorbjörgu
Valdimarsdóttur þar sem þau óska eftir upplýsingum hvaða þjónustu sveitarfélagið veitir fötluðum einstaklingum.
4. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
2. Samþykkt var jafnréttisáætlun fyrir 2019 – 2023 og verður hún send til byggðaráðs til samþykktar.
3. Erindinu er vísað til starfsmanna fjölskyldusviðs í málefnum fatlaðs fólks sem boða foreldra í viðtal.
4. Önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12.00

Var efnið á síðunni hjálplegt?