Dagskrá:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.
2. Farið yfir jafnréttisáætlun fyrir 2019 – 2023.
3. Erindi vísað frá byggðaráði vegna erindis frá Hannes Péturssyni og Þorbjörgu
Valdimarsdóttur þar sem þau óska eftir upplýsingum hvaða þjónustu sveitarfélagið veitir fötluðum einstaklingum.
4. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
2. Samþykkt var jafnréttisáætlun fyrir 2019 – 2023 og verður hún send til byggðaráðs til samþykktar.
3. Erindinu er vísað til starfsmanna fjölskyldusviðs í málefnum fatlaðs fólks sem boða foreldra í viðtal.
4. Önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12.00