185. fundur

185. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 25. október 2017 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Sigrún Birna Gunnarsdóttir, formaður, Maríanna Eva Ragnarsdóttir, varaformaður, Sigríður Elva Ársælsdóttir, aðalmaður,  Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og  Þórunn Þorvaldsdóttir, varamaður.

 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri

Dagskrá:

 1. Afgreiðslur frá síðasta fundi.
 2. Kynning á ráðstefnu SÁÁ um fíkn.
 3. Kynning á ráðstefnu um heimilisofbeldi.
 4. Farið yfir könnun sem gerð var um húsnæðisvanda og stöðu húsnæðisáætlunar.
 5. Jafnréttisfræðsla
 6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

 1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
 2. Sviðsstjóri sagði frá ráðstefnu sem hún fór á um fíkn sem haldin var 2. – 4. október á vegum SÁÁ. Hægt er að skoða myndbönd af ráðstefnunni inná heimasíðu SÁÁ.
 3. Ráðstefna var haldin um heimilisofbeldi á vegum Jafnréttisstofu þann 4. október sl. Hægt er að skoða umfjöllun á jafnretti.is
 4. Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður úr könnun um húsnæðisvanda og verða niðurstöður notaðar í húsnæðisáætlun sem er í vinnslu hjá sveitarfélaginu.  
 5. Fyrirhugað er að Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði, komi 17. janúar og verði með jafnréttisfræðslu í grunnskólanum. Nánar auglýst síðar. 

 

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl: 11:15

Var efnið á síðunni hjálplegt?