999. fundur

999. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1. Unnsteinn Andrésson, rekstrarstjóri umhverfissviðs mætir til fundar. Farið yfir helstu verkefni, stöðu þeirra og undirbúning verkefna sem framundan eru s.s. viðbygging íþróttahúss, ljósleiðara, gatnagerð, öryggishandrið við Kolugil, tjaldsvæði, vatnsveitu, viðhald íbúða, hafnarmál og vorverkin.

2. 1904039 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. apríl sl. þar sem kynnt eru ný lög um opinber innkaup, sem taka gildi þann 31. maí n.k.

3. 1904035 Lögð fram umsókn frá Elvari Loga Friðrikssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Grundartúni 2 á Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir ofangreina umsókn um lóðina Grundartún 2 á Hvammstanga.

4. 1904036 Lögð fram umsókn frá Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Grundartúni 17 á Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Grundartún 17 á Hvammstanga.

5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
        a. 1904030 fundargerð 870. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl s.l.
        b. 1904040 fundargerð Hafnasambands Íslands frá 10. apríl s.l.

6. Lögð fram drög að samþykktum fyrir nýja húsnæðissjálfseignarstofnun.
Byggðarráð samþykkir að heiti stofnunarinnar verði Leigufélagið Bústaður hses og samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum. Byggðarráð tilnefnir eftirtalda í stjórn stofnunarinnar og varastjórn:
Í stjórn Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Magnús Magnússon.
Í varastjórn Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Þorleifur Karl Eggertsson og Sigríður Ólafsdóttir. Sveitarstjóri verði framkvæmdastjóri. Stofnfé stofnunarinnar verður kr. 1.000.000. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að leggja fram viðauka á næsta sveitarstjórnarfundi vegna þessa. Sveitarstjóra falið að ljúka vinnu við stofnun sjálfseignastofnunarinnar.

7. 1904041 Lagt fram erindi frá Dalabyggð dags. 11. apríl s.l. þar sem óskað er umsagnar um skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í landi Hróðnýjarstaða skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin er vegna fyrirhugaðrar vindorkunýtingar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.

8. 1904042 Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs 2019-2023.
Byggðarráð samþykkir drögin og felur skólastjóra að auglýsa útboðið.

Samþykkt að taka á dagskrá:

9. Sveitarstjóri tilkynnti að Unnsteinn Andrésson rekstrarstjóri hafi sagt starfi sínu lausu frá og með 1. maí nk. og mun ljúka störfum 31. júlí nk. Byggðarráð þakkar Unnsteini fyrir vel unnin störf fyrir Húnaþing vestra.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 16:01

Var efnið á síðunni hjálplegt?