988. fundur

988. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 7. janúar 2019 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir
  1.    Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson boðaði forföll.
  2.    1812028 Lögð fram til kynningar fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember sl.
  3.    1812026  Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að Húnaþing vestra tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.  Í samræmi við þá grein skipar Umhverfisstofnun fulltrúa í vatnasvæðanefnd eftir tilnefningum auk þess að skipa eigin fulltrúa.  Byggðarráð frestar erindinu.
  4.   1812031  Lagt fram bréf frá Alþingi þar sem tilkynnt er um skipun starfshóps til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og framkvæmd allra almennra kosninga, er taki til kosninga til Alþingis, kosninga til sveitarstjórna, framboðs og kjörs forseta Íslands og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.  Með bréfinu vill starfshópurinn tryggja breiða aðkomu að endurskoðuninni og gefur því sveitarfélögum kost á að koma athugasemdum á framfæri um efnið á fyrstu stigum vinnunnar.  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar tillögur.
  5.   1812029  Lögð fram til kynningar ársskýrsla tjaldsvæðisins á Borðeyri 2018.
  6.   1901005  Lögð fram afskriftarbeiðni frá Sýslumanni vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru fyrndar sbr. fylgigögn, alls kr. 1.939.854.  Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.

 Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:39

Var efnið á síðunni hjálplegt?