984. fundur

984. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 5. nóvember 2018 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

 

  1.       1810060  Lögð fram afskriftarbeiðni frá Sýslumanni vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru fyrndar sbr. fylgigögn, alls kr. 8.224.040.  Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.
  2.       1810054  Lögð fram drög að gjaldskrá Hafnarsjóðs.  Drögin eru gerð með tilliti til breytinga á reglugerð nr. 1201/2014. Málið var áður á dagskrá á 983. fundi byggðarráðs.  Byggðarráð samþykkir drögin.
  3.      Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), mál nr. 212.
  4.    Lagt fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, mál nr. 20.
  5.      Lagt fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, mál nr. 173.  Send var inn umsögn um þingsályktunartillöguna þann 25. október sl. þar sem sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með að í þessari fimm ára áætlun skuli hvergi minnst á nokkrar vegabætur í Húnaþingi vestra og raunar eru einu vegabæturnar sem komast á blað á Norðurlandi vestra kafli á Skagastrandarvegi eftir 3-4 ár.  Er Húnaþing vestra boðað á fund umhverfis- og samgöngunefndar alþingis þann 6. nóvember nk. í tengslum við málið.  Byggðarráð skipar Ingveldi Ásu Konráðsdóttur og Magnús Magnússon sem fulltrúa Húnaþing vestra.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:25

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?