961. fundur

961. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 19. febrúar 2018 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
    1. 1801020 Fundargerð 856. fundar Sambands ísl. sveitarf. dags. 26. jan. sl. 
      Eftirfarandi bókun lögð fram við lið nr. 17 um viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.  "Byggðarráð hvetur aðildarfélög USVH til að setja sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi."   
  2. 1802026 Bréf frá starfshópi um raforkuflutning í dreifbýli þar sem verið er að biðja  um upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  3. 1802023 Staða brunavarna í Húnaþingi vestra. Lagt fram til kynningar.
  4. 1802015 Bréf frá hagsmunaaðilum Kirkjuhvamms og hesthúsahverfi þar sem farið er fram á að sveitarfélagið leitist við að fá kirkju, hesthúsabyggð og ferðaþjónustusvæði í landi Kirkjuhvamms ofan Hvammstanga, skilgreinda hjá Orkustofnun sem svæði innan þéttbýlismarka, enda er svæðið innan þéttbýlismarka samkvæmt skipulagi.Sveitarstjóra falið að senda erindi til Orkustofnunar.
  5. 1802018 Lögð fram umsókn frá Birki Þór Þorbjörnssyni og Elísabetu Steinbjörnsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 10 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Bakkatúni 10 á Hvammstanga.
  6. 1801039 Lögð fram fyrirspurn frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna samninga um samstarf sveitarfélaga.   Með vísan til eftirlitshlutverks samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga hefur ráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar þá samninga um samstarf sveitarfélaga sem í gildi eru hér á landi. Er þá átt við samninga um byggðasamlög, samninga um starfrækslu verkefna sem styðjast við nýtt ákvæði 96. gr. sveitarstjórnarlaga og aðra samstarfssamninga.
    Markmið verkefnisins er að afla heildstæðra upplýsinga um þá samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga.
    Með vísan til þess að framan er rakið og 1. mgr. 113. gr. sveitarstjórnarlaga óskar ráðuneytið því eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.  
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
  7. 1802021 Lögð fram styrksumsókn frá UMFÍ vegna kynningarmála Landsmóts UMFÍ og Landsmóts UMFÍ 50+.  Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr.   
  8. 1802022 Ráðning í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs.  Ellefu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs.  Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Lúðvík Friðrik Ægisson, vélstjóra og BSc í véla- og orkutæknifræði, í starfið.
  9. 1802024 Lagt fram erindi frá Katli Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarstjórn um umrædd áform um að reisa vindklasa á Íslandi.  Byggðarráð telur mikilvægt að ákvarðanir um staðsetningu vindorkuvera byggist á skýrum reglum og jafnframt þarf að liggja fyrir skýr löggjöf um skyldur rekstraraðila. Byggðarráð er engu að síður tilbúið til að fá kynningu á verkefninu.
  10. 1609081 Borðeyri – verndarsvæði í byggð.  Lögð fram til kynningar tillaga og greinagerð frá Vilhelm Vilhelmssyni um gamla hluta Borðeyrar – „plássið“ svokallaða – sem unnin hefur verið vegna undirbúnings umsóknar til mennta- og menningarmálaráherra um Verndarsvæði í byggð.  Byggðarráð fagnar þessu verkefni og þakkar Vilhelm þá miklu og góðu vinnu sem er þar að baki.
  11. 1802024 Lagt fram minnisblað um breytingu á húsaleigu og drög að breytingum á reglum um leiguíbúðir í eigu Húnaþings vestra.  Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram og endurskoða leigufjárhæðir og leigusamninga sveitarfélagsins.
  12. 1802025 Lagt fram til kynningar tölvubréf frá Regínu Þórarinsdóttur um starfssemi í félagsheimilinu Ásbyrgi á árinu 2017.
  13. 1802029 Lagt fram til kynningar bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:13

Var efnið á síðunni hjálplegt?