947. fundur

947. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. september 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Ingimar Sigurðsson varamaður og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir.

Afgreiðslur:

 1. 1709012 Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni s.s. hitaveitu- og ljósleiðaraframkvæmdir, viðhald og nýbyggingu við íþróttahús, skólabrú, fráveitu og ýmis viðhaldsverkefni.
 2. 170603  Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélaganna Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, ásamt tveimur fundargerðum samráðshópsins.
  Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2019.   Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra undirritun samningsins.
 3. 1709001 Lagt fram bréf Ágústs Oddssonar  dags. 30. ágúst sl. Í bréfinu kemur fram að hann telji verulega skorta á bílastæði við Hvammstangabraut.  Byggðarráð þakkar ábendingarnar og mun skoða hvaða möguleikar eru í boði.
 4. Lagt fram til kynningar:
  1709011  Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 25. ágúst sl.
  1709008  Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. september sl.
 5. 1709010  Framtíðarskipan í skólamálum í Húnaþingi vestra.  Lagðar fram og kynntar fundargerðir vinnuhóps sem hefur umsjón með vinnu við mat á þörfum skólans varðandi húsnæðismál hans til næstu 30 ára,  ásamt vinnuáætlun.  
  Ákveðið að halda íbúafundi í nóvember þar sem tillögur vinnuhópsins verða til umræðu, skoðunar og athugasemda. 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:07

Var efnið á síðunni hjálplegt?