946. fundur

946. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 28. ágúst 2017 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. 1708019  Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu, fundarboð á landsfund um jafnréttismál 2017 sem haldinn verður í Stykkishólmi 15. september nk.
  2. 1708020  Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, boð á „Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa,  lykilþættir og reynsla sem haldið verður 5. september nk. á Grand hóteli í Reykjavík.
  3. 1708021  Lögð fram til kynningar fundargerð SSNV frá 22. ágúst sl.
  4. 1708012  Lögð fram lóðarumsókn um íbúðarhúsalóð.  Fríða Marý Halldórsdóttir og Kristján Ársælsson sækja um að fá úthlutað lóðinni að Bakkatúni 9 til að reisa þar einbýlishús.  Byggðarráð samþykkir erindið.
  5. 1708018  Lögð fram tillaga að skipulagi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
    Tillagan samþykkt samhljóða. 
  6. 1708017  Lagt fram bréf Eggerts Ó. Levy, dags. 24. ágúst sl.  þar sem hann óskar eftir meðmælum sveitarstjórnar með umsókn hans um lögbýlisrétt fyrir land nr. 144545 Klambrar.  Byggðarráð samþykkir erindið.

    Samþykkt að taka á dagskrá:
  7. Lögð fram fundargerð 183. fundar félagsmálaráðs frá 23. ágúst sl.   Fundargerð í 7 liðum.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  8. Lögð fram fundargerð 152. fundar landbúnaðarráðs frá 23. ágúst sl.  Fundargerð í 2 liðum.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  9. 1707012 Erindi Vegagerðarinnar frá 942. fundi umsagnarbeiðni um niðurlagningu Skarðsvita.  Sveitarstjóri hefur skoðað málið og leggur til að vitinn verði ekki aflagður  amk. ekki um sinn. Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra.
  10. Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit frá Sveitarfélaginu Skagafirði yfir stöðu málefna fatlaðs fólks fyrstu 6 mánuði ársins.

 

   

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:35

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?