941. fundur

941. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. júní 2017 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður og  Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðrún Ragnarsdóttir,
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

1.   Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

1706014  Fundargerð stjórnar SSNV frá 13. júní sl.
1706013  Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 23. maí sl.
1706015  Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. maí sl.
1706019  Fundargerð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra frá 10. maí sl.

2.    1706016  Lagt fram erindi frá N4, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið styrki gerð þáttaraðarinnar „ Atvinnupúlsinn á Norðurlandi vestra“ með því að kaupa auglýsingu sem birt yrði í tengslum við sýningu þáttanna.  Byggðarráð frestar erindinu til næsta fundar.

3.   1706010  Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar vegna leyfis  skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingu rekstrarleyfis til sölu gistinga eða veitinga.  Ólafur Benediktsson sækir um leyfi til sölu gistingar fyrir gististaðinn Miðhóp Guesthouse að Miðhópi í Húnaþingi vestra.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.   

4.   1706017  Lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra ásamt starfsskýrslu ársins 2016. 

5.   1706004  Lagt fram bréf SSNV dags. 30. maí sl. þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn Húnaþings vestra taki afstöðu til beiðni Skíðadeildar Tindastóls um styrk frá SSNV að upphæð kr. 30.000.000.  Byggðarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti að því tilskyldu að önnur fjármögnun í verkefnið sé tryggð og að staðið verði skil á framvinduskýrslum á sama hátt og við aðrar styrkveitingar SSNV.

6.   1702048 Lagt fram bréf frá Eignahaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dags. 9. júní sl. þar sem tilkynnt er að félagið hafi úthlutað Húnaþingi vestra styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnis byggðasafnsins um hersetuna í Hrútafirði.  Byggðarráð lýsir ánægju sinni og þakkar fyrir veittan styrk.

7.  1706006  Lagt fram bréf frá Ámundakinn ehf. dags. 6. júní sl. þar sem Ámundakinn ehf. óskar eftir að fá að kaupa 1.693.983 hluti Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg ehf á genginu 2,35 eða samtals að upphæð kr. 3.980.860 sem greiðist með 2.211.588 nýjum hlutum í Ámundakinn ehf.  á genginu  1,8 eða samtals kr. 3.980.860.    
Byggðarráð er tilbúið að selja hluti sína í Fasteignafélaginu Borg ehf. á ofangreindu gengi, en hefur ekki áhuga á að kaupa hlutafé í Ámundakinn ehf.

8.  1610013  Lagður fram til kynningar ársreikningur Verslunarminjasafnsins fyrir árið 2016.

9.  1706018  Lögð fram beiðni um skólavist utan lögheimilis skólaárið 2017-2018.  Byggðarráð samþykkir erindið.

10.  1706031  Lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk.
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi drög og felur fulltrúa í starfshópi að koma athugasemdum byggðarráðs á framfæri.

11.   1706009  Vegurinn okkar.   Lagt fram bréf frá Jónínu Helgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Ingu Ásbjarnardóttur, vegna ástands vegarins um Vatnsnes.  Bréfið var sent íbúum og helstu hagsmunaaðilum á svæðinu og þeir hvattir til að senda inn kvörtun til Vegagerðarinnar.  Einnig hafa borist bréf frá Heimi Ágústssyni, Þóru Þormóðsdóttur, Þormóði Heimissyni og Kristbjörgu S. Birgisdóttur um sama mál.
Undanfarið hafa sveitarfélaginu borist margar samskonar kvartanir  þar sem íbúar lýsa yfir áhyggjum sínum varðandi stöðu mála á Vatnsnesvegi. Þeim athugasemdum hefur ítrekað verið komið áfram til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar og þingmanna kjördæmisins og skorað á þá að styðja íbúa Húnaþings vestra í þessari baráttu. Byggðarráð tekur undir áhyggjur íbúa. Ástandið er fyrir löngu orðið óboðlegt og skapar stórhættu. Úrbóta er þörf svo ekki komi til fleiri stórslysa á þessari leið.    

12.   Lögð fram fundargerð 183. fundar fræðsluráðs frá 14. júní sl.   Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

13.   Lögð fram fundargerð 45. fundar ungmennaráðs frá 22. júní sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

Samþykkt að bæta á dagskrá

14.   Prókúruumboð.  Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Guðrúnu Ragnarsdóttur, fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninga og skjöl f.h. Húnaþings vestra í fjarveru sveitarstjóra.  

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 16:12

Var efnið á síðunni hjálplegt?