153. fundur

153. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. Lagt fram yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og undirfyrirtækja tímabilið janúar-júní 2020.
Framkvæmdaráð hefur farið yfir stöðu rekstrarins. Rekstur deilda er almennt á áætlun, en vegna aðstæðna sem skapast hafa í COVID-19 faraldri eru nokkrir liðir sem þurfa endurskoðunar við. Ljóst er að lækka þarf áætlun skatttekna, sem verða umtalsvert lægri en áætlað var. Tekjutap og aukinn kostnað einstakra deilda vegna COVID-19 þarf að leiðrétta í áætlun. Endurskoða þarf launaáætlun vegna nýrra kjarasamninga. Sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
2. Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilastjórnar Hrútafjarðar að vestan, frá 9. ágúst sl. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum fjallskilastjórnarinnar við fjallskilareglugerð til landbúnaðarráðs.
3. Lögð fram til kynningar fundargerð 57. fundar stjórnar SSNV, frá 3. júlí sl.
4. Lagt fram erindi frá Jóhanni Karli Sigurðssyni og Braga Bergmann dags. 20. ágúst sl. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við ritun sögu Dags á Akureyri. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021. Byggarráð getur ekki orðið við erindinu.
5. Björn Bjarnason rekstrarstjóri kom til fundar og fór yfir samskipti við VA arkitekta og VSÓ ráðgjöf vegna viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Björn fór einnig yfir framkvæmdir við viðbygginguna sem ganga vel.

Samþykkt að taka á dagskrá:
6. Akstur leikskólabarna. Nokkurrar óánægju hefur gætt hjá skólabílstjórum vegna skipulags aksturs leikskólabarna. Samkvæmt 14. gr. samnings um akstur skólabarna kemur fram að ef ágreiningur rís vegna framkvæmdar skólaaksturs skal nefnd skipuð skólastjóra, formanni fræðsluráðs og fulltrúa sveitarstjórnar skera úr um þau mál. Byggðaráð felur skólastjóra, formanni fræðsluráðs og sveitarstjóra að fjalla um málið og leggja niðurstöðu fyrir byggðarráð.

 


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:09

Var efnið á síðunni hjálplegt?