1195. fundur

1195. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 30. október 2023 kl. 14:00 .

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Elín Jóna Rósinberg.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

1.

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Lækjamótavegar af vegaskrá (að Sindrastöðum) - 2310084

 

Um er að ræða veg að Sindrastöðum 2. Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

Ályktun haustfundar Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra - 2310083

 

Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara góðar ábendingar um húsnæðismál.

 

   

3.

Skýrsla um störf Flugklasans Air 66N maí-okt. 2023 - 2310082

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

4.

Störf undanþegin verkfallsheimild 2024 - 2310029

 

Lagður fram listi yfir störf undanþegin verkfallsheimild á árinu 2024 samkvæmt 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og með síðari breytingum um kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ. Stéttarfélög hafa fengið listann til umsagnar. Engar athugasemdir bárust. Byggðarráð samþykkir listann og felur sveitarstjóra að senda hann til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

   

5.

Alvarleg staða í landbúnaði - 2310087

 

Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu bænda og hugsanlegum áhrifum hennar á hinar dreifðari byggðir sem og matvælaframleiðslu í landinu. Miklar kostnaðarhækkanir og hátt vaxtastig undanfarin misseri hafa haft veruleg áhrif á rekstrarumhverfi flestra búgreina og nú er svo komið að fjölmargir bændur íhuga að bregða búi vegna stöðunnar.
Húnaþing vestra er landbúnaðarhérað og myndi fækkun í bændastétt hafa víðtæk afleidd áhrif í sveitarfélaginu. Ef stjórnvöldum er alvara með byggðastefnu sinni sem og yfirlýsingum um fæðuöryggi og mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er nauðsynlegt að brugðist verði við með ákveðnum og skjótum hætti. Ef ekkert er að gert er hætta á mjög afdrifaríkum afleiðingum, ekki bara í stétt bænda heldur einnig hjá þeim fjölmörgu sem byggja afkomu sína að miklu leyti á þjónustu við landbúnað.
Byggðarráð bindur vonir við nýskipaðan starfshóp ráðuneytisstjóra vegna fjárhagsstöðu bænda og óskar eftir fundi með hópnum til að fara yfir meginsjónarmið í málinu.

 

   

6.

Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024 - 2310071

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2023 - 2310081

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál. Umsagnarfrestur til 9. nóvember 2023 - 2310085

 

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

 

   

 

Fundi slitið kl. 15:06.

Var efnið á síðunni hjálplegt?