Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
1. 2308025 – Starfsáætlanir forstöðumanna lagðar fram til kynningar. Byggðarráð þakkar forstöðumönnum greinagóðar áætlanir og augljósan metnað fyrir sínum stofnunum.
2. 2308025 – Styrkbeiðnir. Farið yfir styrkbeiðnir sem borist hafa vegna ársins 2024.
3. 2309036 – Bakkatún frágangur gatnagerðar vegna fjárhagsáætlunar árið 2024, erindi frá Guðrúnu Ragnarsdóttur þar sem óskað er eftir að lokið verði við gatnagerð við Bakkatún. Byggðarráð þakkar erindið. Afstaða verður tekin til erindisins í tengslum við lokaafgreiðslu áætlunar um fjárfestingar ársins 2024.
Bætt á dagskrá:
4. 2308016 – Niðurstaða útboðs sorphirðu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við ráðgjafa vegna útboðs á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. Tvö tilboð bárust í verkið frá Terra umhverfisþjónustu og Íslenska gámafélaginu.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Byggðarráð samþykkir að hafnar verði samningsviðræður við lægstbjóðanda, Terra umhverfisþjónustu hf., á grundvelli 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:46.