1189. fundur

1189. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 18. september 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
1. 2309034 - Skógræktin - Skógarreitir og græn svæði innan byggðar. Byggðarráð þakkar Skógræktinni erindið og tekur undir þau meginsjónarmið sem þar koma fram um varðveislu grænna svæða innan byggðar.
2. 2309030 - Árshlutauppgjör málefna fatlaðs fólks. Lagt fram til kynningar. Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun þessa viðkvæma málaflokks og skorar á ríkisvaldið að bæta þar úr hið fyrsta.
3. 2309029 - Málefni fatlaðra ársskýrsla árið 2022. Lögð fram til kynningar.
4. 2309025 - Haustþing SSNV 12. október 2023. Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Húnaþings vestra eru Þorleifur Karl Eggertsson, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon, Sigríður Ólafsdóttir og Magnús Vignir Eðvaldsson.
5. 2309037 - Vegagerðin boð á samráðsfund um vetrarþjónustu þann 11. október í Hofi á Akureyri. Byggðarráð fagnar endurskoðun vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Fulltrúi Húnaþings vestra mun sitja fundinn.
6. 2309038 - Leiðbeiningar um starfslok og gjafir til starfsfólks Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir að leiðbeiningarnar verði sendar stjórnendum stofnana sveitarfélagsins til umsagnar.
7. 2309039 - Sala fasteignarinnar að Lindarvegi 3a. Sveitarstjórn samþykkti að bjóða til sölu fasteignina að Lindarvegi 3a á 371. fundi sínum þann 14. september sl. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir tilboðum í eignina.
8. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2309033 - Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. september 2023.
b. 2309027 - Fundargerð 7. fundar framkvæmdaráðs málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.

c. 2309028 - Fundargerð 3. fundar framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:46.

Var efnið á síðunni hjálplegt?