1187. fundur

1187. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. september 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2308015 Umsókn um lóð undir gróðrastöð á Laugarbakka. Björn Líndal, fyrir hönd Skógarplantna ehf., sækir um lóðina Reykjahöfða á Laugarbakka. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Reykjahöfða til Skógarplantna ehf.
  2. 2309003 Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 20. september 2023. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
  3. 2309013 Hvatning innviðaráðuneytisins til sveitarfélaga um mótun málstefnu í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Vinna við stefnuna stendur yfir.
  4. 2309022 Beiðni um skipan í Samgöngu- og innviðanefnd Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Byggðarráð samþykkir að skipa Magnús Magnússon sem aðalmann í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV og Friðrik Má Sigurðsson til vara.
  5. 2309023 Fundargerð fjallskilastjórnar Þverárhrepps hins forna frá 26. ágúst 2023. Lögð fram til kynningar.
  6. 2309024 Ársreikningur Húnasjóðs 2022. Byggðarráð staðfestir ársreikning Húnasjóðs fyrir árið 2022 með undirritun sinni.
  7. Leigufélagið Bríet. Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar kom til fundar við byggðarráð og fór yfir starfsemi félagsins.

Bætt á dagskrá:

    8. Laxeldi í opnum sjókvíum. Lögð fram eftirfarandi bókun;

„Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í húnvetnskum laxveiðiám þar sem veiðst hafa allmargir eldisfiskar á undanförnum dögum og vikum. Í fyrsta lagi veldur þessi staða áhyggjum hvað varðar erfðablöndun við villta laxveiðistofninn eins og margoft hefur verið ítrekað á síðustu árum. Í öðru lagi er áhætta vegna smitsjúkdóma alltaf fyrir hendi og ef slíkir sjúkdómar breiðast út í stofn viðkomandi ár getur það gert út af við ána á stuttum tíma. Í þriðja og síðasta lagi hefur þessi alvarlega staða mikil áhrif á ímynd og gæði þeirra villtu laxveiðiáa sem fyrir þessu verða. Allir þessir þættir geta valdið miklum búsifjum með tilheyrandi tekjufalli landeigenda og samfélags. Byggðarráð Húnaþings vestra skorar á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.“

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:41.

Var efnið á síðunni hjálplegt?