1183. fundur

1183. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. júlí 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður og Þorgrímur Guðni Björnsson varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur: 

1. Opnun tilboða í húseignina Fífusund 3 sem auglýst var til sölu á heimasíðu sveitarfélagsins með tilboðsfresti til kl. 12:00 þann 10. júlí 2023. Alls bárust sex tilboð.
Við opnun tilboða voru Ólöf Guðbrandsdóttir, Laura Ann Howser, Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal, Abdulawahab Abd Alhaji viðstödd.

Tilboð bárust frá:
Bjarna Þór Einarssyni, kr. 25.100.000.
Bjarna Þór Einarssyni, kr. 30.100.000.
Ólöfu Guðbrandsdóttur, kr. 27.000.000.
Abdulawahab Abd Alhaji og Latifah Mohammad Alsatw, kr. 28.500.000.
Hafþóri Magnúsi Kristinssyni, kr. 25.100.000.
Gunnari Erni Jakobssyni Skjóldal og Jenny Duch, kr. 36.299.018.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðendur, Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal og Jenny Duch, með fyrirvara um endanlega fjármögnun.

2. 2303051 Styrkur úr Lóu – Nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina. Lögð fram tilkynning frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um veitingu styrks til Húnaþings vestra úr Lóu-nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina. Hljóðar styrkurinn upp á kr. 2.100.000 til verkefnisins Efling frumkvöðlastarfsemi í Húnaþingi vestra. Byggðarráð þakkar styrkinn og felur sveitarstjóra aðlögun verk- og kostnaðaráætlunar, undirritun verksamnings og framkvæmd verkefnisins.

3. 2304007 Styrkur úr styrktarsjóði EBÍ. Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands um veitingu styrks til Húnaþings vestra úr Styrktarsjóði EBÍ til verkefnisins Velkomin í Húnaþing vestra. Hljóðar styrkurinn upp á kr. 700.000. Byggðarráð þakkar styrkinn og felur sveitarstjóra framkvæmd verkefnisins.

4. 2306018 Umsögn um Holtavörðuheiðarlínu 3 nr. 189/2023: Kynning matsáætlunar (mat á umhverfisáhrifum). Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:
Byggðarráð fagnar áformum Landsnets um að reisa 220 kV háspennulínu frá fyrirhuguðu tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndustöð. Um er að ræða brýna framkvæmd sem eykur afhendingaröryggi og bætir aðgengi að orku í sveitarfélaginu sem hefur verið af skornum skammti um langt árabil. Aukið afhendingaröryggi og bætt aðgengi að orku í sveitarfélaginu er ein meginforsenda bættra búsetuskilyrða og atvinnuuppbyggingar.

Húnaþing vestra hefur átt fulltrúa í verkefnaráði Landsnets sem skipað var um framkvæmdina. Byggðarráð lýsir ánægju með þá vinnu sem þar hefur farið fram og því víðtæka samráði sem haft hefur verið við hagaðila. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun.

Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri við Skipulagsstofnun.

5. 2306052 Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. júní 2023. Lögð fram til kynningar. Byggðarráð lýsir undrun á að við tilnefningu fulltrúa í starfshópa um vinnu við gerð aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu 2030 séu skipaðir fulltrúar úr öllum landshlutum nema Norðurlandi vestra. Sveitarstjóra er falið að koma athugasemd á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga.

6. 2307006 Skýrsla og ársreikningur Elds í Húnaþingi fyrir árið 2022. Lögð fram til kynningar.

7. 2307007 Erindi frá framkvæmdastjóra Elds í Húnaþingi þar sem óskað er afsláttar af leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga vegna viðburða hátíðarinnar Elds í Húnaþingi. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar líkt og undanfarin ár í samræmi við ákvæði gjaldskrár um viðburði í samfélagsþágu.

8. 2307008 Ársreikningur Reykjaeigna 2022. Byggðarráð samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með undirritun sinni.

9. Félagsmálaráð. Formaður byggðarráðs kynnti.
Fundargerð 246. fundar frá 28. júní sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

10. Skipulags- og umhverfisráð. Friðrik Már formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti.
Fundargerð 358. fundar frá 6. júlí sl.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2304025, Litla-Borg, umsókn um skógrækt, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2305012, Stóra-Borg, umsókn um skógrækt, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2306021, Reykjaskóli, umsókn um stöðuleyfi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2306036, Lindarvegur 16, umsókn um byggingarleyfi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2306045, Ásbjarnarnes, umsókn um stöðuleyfi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2307011, Geitafell, umsókn um rekstraleyfi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 erindi nr. 2307004, Brekkugata 2, umsókn um byggingarheimild, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 9 erindi nr. 2307005, Bessastaðir, umsókn um byggingarheimild, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 10 erindi nr. 2307009, Lækjarhvammur, umsókn um stofnun lóðar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 11 erindi nr. 2307010, Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

11. Fjallskilastjórnir.
a. Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga frá 8. júní sl. lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 14. júní sl. lögð fram til kynningar

12. Tillaga sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2025-2027.

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:42.

Var efnið á síðunni hjálplegt?