1182. fundur

1182. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. júní 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
1. 2306022 Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, beiðni um að Húnaþing vestra greiði tónlistarnám. Beiðnin byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá árinu 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 3. mgr. 1. gr. og 7. gr. reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.
2. 2306034 Erindi frá Sveitafélaginu Skagafirði, skipan í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Í erindinu er óskað eftir tilnefningu 1 fulltrúa í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks, skv. 42. gr. félagsþjónustulaga nr. 40/1991 sem skal vera starfræktur á sameiginlegu svæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Elínu Lilju Gunnarsdóttur í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
3. Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2023-2032. Lögð fram eftirfandi tillaga að umsögn:
„Kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2023-2032 er nú til umsagnar. Byggðarráð Húnaþings vestra hefur kynnt sér efni áætlunarinnar og fagnar framlagningu hennar. Ráðið vill leggja áherslu á eftirtalin atriði:
Kafli 3.6.4 í framkvæmdaáætlun – Laugarbakki – nýr afhendingarstaður
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að framkvæmdum við nýjan afhendingarstað á Laugarbakka verði hraðað eins og kostur er. Eins og fram kemur í kaflanum annar dreifikerfi svæðisins í núverandi mynd ekki fyrirsjáanlegri framtíðarálagsaukningu. Skv. tímaáætlun er áformað að framkvæmdir hefjist á árinu 2026 og ljúki árið 2028. Byggðarráð Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að framkvæmdum við verkið verði flýtt og hafist verði handa sem allra fyrst. Á svæðinu sé áformuð atvinnuuppbygging sem krefst orku sem brýnt er að unnt verði að afhenda.
3.5.4 Holtavörðuheiðarlína 1
Sveitarfélagið hefur tekið virkan þátt í samtali um Holtavörðuheiðarlínu 1 með fulltrúum í verkefnaráði. Byggðarráð leggur áherslu á að tímaáætlun verkefnisins standist og að hafist verði handa eigi síðar en 2025 og að verkinu ljúki eigi síðar en 2027.
2.5.3 Holtavörðuheiðarlína 3
Sveitarfélagið hefur einnig tekið virkan þátt í samtali um Holtavörðuheiðarlínu 3 með fulltrúum í verkefnaráði. Byggðarráð leggur áherslu á að framkvæmdum við verkefnið verði flýtt og hafist verði handa sem allra fyrst. Samskonar áhersla kemur fram í Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra þar sem fram kemur að með því gæfust tækifæri „til að fjölga tengipunktum sem kæmu sér vel í Húnavatnssýslum. Jafnframt myndi sú framkvæmd auka tækifæri til afhendingar á Vestfjörðum. Samgöngunefnd SSNV leggur því áherslu á að lagningu línu frá Hrútafirði í Blöndu verði flýtt.“ (bls. 50).
Byggðarráð fagnar auknu samtali Landsnets við hagaðila, m.a. með verkefnaráðum og annars konar samráði. Slíkt samtal eykur líkur á að unnt sé að hraða verkefnum og þannig bæta aðgengi að raforku til atvinnusköpunar um land allt.
Byggðarráð áskilur sér rétt til umsagna um málið á síðari stigum og lýsir jafnframt yfir vilja til samtals við Landsnet vegna umsagnarinnar ef þess er óskað.“
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma umsögninni á framfæri við Landsnet.
4. 2306018 Umsagnarbeiðni „Holtavörðuheiðarlína 3 nr. 189/2023: Kynning matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum).“ Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa umsögn um Holtavörðuheiðarlínu 3, en kynningartími er til 14. júlí nk.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi kl. 14:16:
5. Úthlutun Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs 2023.
Fjórar umsóknir bárust í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð árið 2023. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Byggðarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði 2023:
KVH f.h. óstofnaðs félags í verkefnið Skógarplöntur - feasibility study, samtals kr. 1.000.000.
Handbendi brúðuleikhús í verkefnið Listamannadvöl á Hvammstanga – Markaðssókn, samtals kr. 1.000.000.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 2 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson kom aftur til fundar kl. 14:29.
6. Landbúnaðarráð
Fundargerð 201. fundar landbúnaðarráðs frá 21. júní sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1 leyfi til fjallagrasatínslu.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 skipting fjármagns til viðhalds styrkvega.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs á skiptingu fjármagns til styrkvega 2023 borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. Byggðarráð tekur jafnframt undir vonbrigði landbúnaðarráðs með hlut Húnaþings vestra í styrkvegapottinum árið 2023 sem dregst saman um 60% á milli ára, á sama tíma og heildarpotturinn lækkar um 33% á milli ára.
Dagskrárliður 3 skipting fjármagns til viðhalds heiðagirðinga.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 drög Umhverfisstofnunar að refasamningi við Húnaþing vestra.
Byggðarráð samþykkir drög refasamningsins og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
7. 2306028 fundargerðir 929. og 930. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 9. og 15. júní sl. lagðar fram til kynningar.
8. Forgangsröðun vegaframkvæmda í Sveitarfélaginu Dalabyggð lögð fram til kynningar.
Björn Bjarnason rekstrarstjóri kemur til fundar kl. 14:53.
9. Rekstrarstjóri kemur til fundar og fer yfir stöðu framkvæmda ársins. Framkvæmdir eru almennt á áætlun að framkvæmdum við lagnakjallara sundlaugarinnar undanskildum. Áætluð opnun sundlaugarinnar er nú 21. júlí nk. Birni eru færðar þakkir fyrir greinargóða yfirferð.
Björn Bjarnason rekstrarstjóri víkur af fundi kl. 15:46.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:59.

Var efnið á síðunni hjálplegt?